15.12.2008 | 23:01
Bókalestur...............á aðventu..........
10 ráð Hallgríms, seinasti hluti, var ekki eins skemmtilegur að lesa og fyrstu kaflar fram yfir miðju, og endir einhvernveginn smár.
En ómissandi að lesa þessa bók. Ég hef ekki lesið neitt eftir hann áður, hans ritaða mál er mjög ólíkt því sem ég hef lesið, og sé ég þessa bók sem mjög gott kvikmyndahandrit, þarf ekki mikið að breyta né stytta þetta passar eiginlega sem handrit beint uppúr bókinni. Líkist hörkugóðri glæpamynd, sem maður sér fyrir sér við lesturinn.Kjaftfor.
Las einnig bókina hennar Auðar Jónsdóttur og Mínervudóttur, og er gaman að lesa þær í röð, báðar mjög myndrænar og ekki ólíkar í stílnum, ætla að fylgjast með þeim. Hef fylgst með Auði.
Arnaldur flottur, gefur í skyn, breytingar í náinni framtíð. Þessi bók hans bezta af hans skrifum, ég las eina gamla í leiðinni, og fann hvað hann hafði þróast.
Tók Yrsu líka, sem mér fiinnst alltof löng. En mínum manni fannst annað, hann var hrifiinn af henni.
Las einnig Flateyjargátu, og viðurkenni hana sem fantagóða bók, en ég hafði ekki mikið gaman af henni, bóndi minn var mjög ánægður með þá bók.
Í dag er ég eitthvað efins um að ég hafi farið nógu vel með aðventuna, en þetta virðist vera einhver árátta hjá mér að hella mér í eitthvað, kannske er það kannske til að losna við einhverjar hreingerningar, sem ég hef flutt yfir á Janúar.
Hef verið dugleg að gera ýmislegt annað og má bara ekki vera mikið þreyttari, það er mikið áreiti í desember. En nú held ég að ég hvíli mig bara fram að Jólum. Það þarf ekki allt að gerast í desember. Samt gerist flest í desember, tónleikar einnig, sem mér hafa verið gefnir miðar vegna anna annara, enda er ósköp að sjá til dæmis skrifborðið hjá mér, óttalegt róðarí þar.
EN MIKIÐ ER ANNARS BÚIÐ AÐ VERA SVAKALEGA MIKIÐ AÐ GERA Í ÞJÓÐFÉLAGINU, OG ÉG HARMA AÐ ÉG SKYLDI EKKI VITA AF PRJÓNAKONUNUM VIÐ RÁÐHÚSIÐ Í DAG, ÉG NEFNILEGA ER DOTTIN Í LOPANN, OG ER MEÐ PEYSU Í GANGI, EFTIR AÐ HAFA LOKIÐ VIÐ SKOKK.
ÞAÐ ER SVO MARGT BÚIÐ AÐ GERAST Á AÐVENTUNNI.......
EN ÉG HEF HVORKI BAKAÐ LAUFABRAUÐ, SÖRUR NÉ BÚIÐ TIL KONFEKT, ÉG ÆTLA AÐ REYNA AÐ FÁ EKKI MÓRAL.
Athugasemdir
... elsku, ég hef ekki snert af móral heldur, búin að fara á eina tónleika, eitt jólahlaðborð, eitt jólaboð, ekki baka sörur, ekki steikja laufabrauð, en lesa heil ósköp og tala við skemmtilegt fólk... það er affarasælast
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 16.12.2008 kl. 20:47
Ég bara þorði ekki að nefna tónleikana, en þetta er gott. Enn veit ég ekki hver er Lone Jensen á myndinni....
Sólveig Hannesdóttir, 17.12.2008 kl. 13:09
Það að láta sér líða vel er þroski stolt af þér.
Hafðu góðan dag.
Anna Ragna Alexandersdóttir, 18.12.2008 kl. 09:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.