11.12.2008 | 14:36
ÞAÐ HEFUR SVOSEM LÍTINN TILGANG AÐ............
Vera enn að tjá sig um krisuna, en það sem ég var ómöguleg við að sjá þessa unglinga, ganga þetta langt í mótmælunum, og það er örugglega ekki það sem við vildum í upphafi andmæla. Enn hef ég ekki séð neinn hafa samúð með stjórnarmönnum, sem eiga hana fyllilega skilið. Þetta datt engum í hug greinilega, hvorki þeim´né öðrum vil ég segja, og þetta er ekkert grín.
Sjálf vil ég skylda stjórnina til að sitja við völd, og leysa þetta mál, og strax verðum við að fá upplýsingar, hvað á að reyna að leysa fyrst. Nú er gífurleg rannsóknarvinna í gangi, en það bara nægir okkur ekki að finna sökudólga, það kemur hvort eð er, en það' þarf að segja okkur í fréttum eitthvað sem okkur kemur við til bóta.
Stjórnin má ekki sleppa svo glatt frá þessu að losna, og aðrir taki að sér súpuna, og þurfa þeir þá að vinna ennþá meiri rannsóknarvinnu. Stjórnin hefur fengið sinn dóm frá þjóðinni, og er örugglega töluvert áhyggjufull. Enginn skyldi láta sér detta í hug að stjórninni líði eitthvað sérstaklega vel í þessum málum , ekki held ég það, þess verður að krefjast að stjórnin finni einhverjar lausnir, sé bara ekki sleppt lausum si svona, og fá bara frí frá öllu saman, akkurat núna. Hún á bara að sitja, og svo kjósum við í mars til júní, við höfum hvort eð er ekki efni á að kjósa strax, ætlum við að nota lánið í það frá Færeyingum?
Stjórnin á að sitja, það á að vera krafa okkar, stjórnin veit að við viljum skipta, og við gerum það þegar við höfum sjálf efni á. Sem verður eiginlega að verða snemma vors.
Athugasemdir
Það er með ólíkindum allt það fé sem við skattgreiðendur erum að borga til sendiráða út um allan heim.
Þetta er opinber stofnun og ætti að vera gegnsætt fyrir okkur.
Þannig að við sem þjóð fengum að sjá hvert okkar skattpeningar fara og líka að það sé sundurliðað.
Anna Ragna Alexandersdóttir, 11.12.2008 kl. 19:04
Það er nu bara sem erlendar þjóðir gera grín að, við erum á dýrustu lóðunum, ekki er ég stolt af því.
Sólveig Hannesdóttir, 12.12.2008 kl. 12:53
Skömm að því hvernig ráðamenn og flottræfilsháttur er svo ríkjandi í okkar ráðamönnum
Anna Ragna Alexandersdóttir, 12.12.2008 kl. 13:06
Akkurat.
Sólveig Hannesdóttir, 12.12.2008 kl. 20:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.