5.12.2008 | 22:30
10 RÁÐ TIL AÐ HÆTTA AÐ.............. EFTIR HALLGRÍM.
Ég klára kaffið og set það á kortið hans Igors. Gunholder gerir enga athugasemd við það. Ég bið hana að gefa Friendly ferðamanni góð ráð. Hún bendir útum gluggann.
"Þú getur byrjað þarna: Dómkirkjan, Alþingishúsið og styttan af John Secretsson, frelsishetjunni okkar..."
Hún hlýtur að vera að grínast. Dómkirkjan er á stærð við hundakofa Guðs. Þinghúsið er álíka stórt og sveitabýli afa míns í Gorski Kotar. Ég er staddur í putalandi. Ég reyni að gleyma mér í miðborginni en hún er ekki stærri en 3 x 3 húsalengjur. Það er auðveldara að týna henni, en týna sér í henni.
Hvernig er mögulegt að stunda MMS í slíkri borg??
Ég drattast framhjá einhverju sem líkist veiðibúð, rek augun í riffil og læt hann plata mig inn. Afgreiðslumaðurinn er huggulegur heldrimaður með uppstoppuð augu. Ég spyr hvort hann eigi skambyssu, kindabyssu, hvað sem er. Bara eitthvað sem hægt er að hraðsenda kúlur með........
Það er nú bara þannig að ég tími ekki að ljúka við þessa bók, hún er ótrúleg...........
Athugasemdir
Sveimérþá, ég held ég gefi bókinni sjéns eftir þetta innblikk ....
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 6.12.2008 kl. 00:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.