15.11.2008 | 17:54
GÖNGU OG MÓTMÆLAMINNINGAR.
Ég man eftir sögum af Gúttóslagnum.
Man eftir mótmælunum á Austurvelli, þegar Ísland gekk í Nato. Menn komu hlaupandi af Austurvelli, óttaslegnir, sögðu frá að táragasi hefði verið beitt á fjöldann þar. Síðar sá ég myndir frá atburðinum. Eithvað mikið hafði gerst, barnung fann ég að heimurinn var stærri en bara róluvöllurinn fyrir framan hús. Þá var sól.
Man eftir 1.mai, sem var stórhátiðisdagur föður míns, þá. Þegar hann var vinstrisinnaður, og ég fór prúðbúin með honum í kröfugöngu, í heimasaumuðum bláum jakka með gylltum tölum. Faðir minn vildi breyta þjóðfélaginu. Man að mamma setti í mig hvítar slaufur og ég var með heimasaumaðan fána, sem gerður var úr hárborðum, mér finnst endilega að þetta hafi verið ákaflega flottur fáni.
Man, og skoða myndir af okkur Ragnheiði með stelurnar okkar allar, á leið í kröfugöngur, allar prúðbúnar, og jafnvel slaufur í hári.
Minnist ævinlega kröfugöngunnar, þegar ég gekk undir fánum, og kröfum rauðsokka. Þá var faðir minn orðinn mjög hægrisinnaður, og var ekki á sama máli og ég.
Man söguna um blómabyltinguna í Portugal.
Óska okkur öllum til hamingju með gönguna í dag.
Athugasemdir
Yndisleg upprifjun.
Sömuleiðis til hamingju með gönguna.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 15.11.2008 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.