12.11.2008 | 22:19
VINARÞEL.........
Það er þetta með vinarþelið, sem svo oft er aðeins metið þegar eitthvað er að. Ég hef oft velt þessu fyrir mér í gegnum tíðina, og akkurat nú, þegar verið er að tala um vinarþel annara þjóða í okkar garð.
Sjálf hef ég aldrei fundið annað en vinarþel, til dæmis frá Færeysku þjóðinni. Ég hef fundið það í gegnum starf mitt, þegar ég vann úti á landi, á sjúkrahúsi þar, ennfremur í Rvík, þegar fyrir kom að færeyingar voru þar sjúklingar. Þeir voru með eindæmum hlýir í framkomu. Það vantaði í þá hroka, að mín mati algerlega.
Flestir á mínum aldri muna setningar sem komu frá okkur í garð Færeyinga, því verður ekki neitað. Sem betur fer heyri ég það sjaldnar frá yngri kynslóðinni, en mín kynslóð, gat sko aldeilis sett sig á háan hest, gagnvart öðrum þjóðum, til dæmis Færeyingum, og að ég tali nú ekki um, gagnvart Dönum. Það var ekki það allra besta að eiga til danskra að rekja, þegar ég var í barnaskóla. Minn kennari var andstæðingur Dana, og ég fékk einu sinni að heyra það hjá frökeninni, þá barnung, það var skrýtið, þar sem ég var það ung að ég hafði ekki vit á svona svakalegri þjóðernishyggju, og allt að því rasisma, þó þetta væri sami rasinn í raun.
En okkur hefur þótt gott að heimsækja Dani, og ófáir Íslendingar hafa verið þar í frekara námi, það vitum við öll, þrátt fyrir ólæti okkar á þeirri grund.
Í gegnum árin finnst mér einnig við hafa gert lítið úr Norðmönnum, enn er verið að tala um að þeir séu sveitó, Ósló sé bara sveit, og það vanti húmor í þá.
Ég upplifi þetta einhvernveginn öðru vísi, ég hef oft fengið ærlegt hláturskast í Noregi, þeir hafa gífurlegan húmor gagnvart göllum sínum.
Danir líka, sem betur fer, en þeir eru finnst mér eiginlega of afslappaðir, og tala mikið um að "ha det hyggeligt", og kveikja kertaljós. Eiga gífurlega góðar búllur, sem minn aldur passar engan veginn inn í. En landsbyggðin þar er yndisleg, hún er sko sveitó.
Og er ekki bara gott að vera sveitó???? Er það ekki það sem við erum??? Við erum rétt nýlega búin að stofna borg.
OG ER ÞAÐ EKKI ÞAÐ SEM VIÐ ÞURFUM AÐ VERÐA Í DAG, AÐ VERÐA SVOLÍTIÐ SVEITÓ, STUNDA HIN GÓÐU GÖMLU GILDI, OG NEYTA OKKAR GAMLA MATAR OG MATARHEFÐA, OG VENJA???????
Ég man ekki eftir því að við sýndum pólverjum neitt sérstaklega mikið vinarþel, t.d., og svo mætti lengi telja.
Athugasemdir
Vinarþel ókunnugra (e. The Comfort of Strangers) er skáldsaga eftir breska rithöfundinn Ian McEwan. Hún var þýdd á íslensku af Einari Má Guðmundssyni.
Bendi þér á þessa ágætu bók.
Ég er á því að við Íslendingar séum hrokafullir um of. Nema Austfirðingar, sem eru of hógværir og biðjast of mikið afsökunar á sér. Gaman væri að spjall um lyndiseinkunn landans við þig einhvern tímann!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 13.11.2008 kl. 22:57
Takk fyrir Guðný mín, er í lestrarkasti núna, er að lesa Auði Jónsdóttr, búin með Arnald, og held áfram fram að Jólum.
Ég get sagt þér það, að ef þú hittir einhvern mann eða konu með almennilegan húmor, þá hlustaðu vel á hann eða hana, og spurðu svo hvort sá hinn sami eigi ekki ættir austur. Það er bara annar stíll. Enda svo stutt til hinna Norðurlandanna að austan. Eða þannig.
Sólveig Hannesdóttir, 13.11.2008 kl. 23:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.