10.11.2008 | 15:10
REIÐI...............................UPPREISN BORGARA............KUNNÁTTA?
Ég hef alltaf verið ótrulega hrædd við fjöldamótmæli, ég hafði mig meira að segja ekki í Keflavíkurgönguna, meðan hún var móðins. Ég var líka svo smáborgaraleg, að mér fannst eiginlega alveg ómögulegt ef ég skyldi lenda á mynd, gangandi í göngu.
Enda var ég aldrei neitt reið yfir að hafa þennan her, en svo en svo skemmtilega vildi til að mynd náðist af mér, í eina tíð, þar sem ég vildi endilega gera þetta fyrir góða vinkonu mína, og smellti mér í gönguna síðasta spölinn. Í dag finnst mér þetta gífurlega skemmtileg mynd. En það var enginn hasar í þessum göngum, þetta var allt rólegheitafólk, sem síðar um daginn dreyfðist á barina, í miklum rólegheitum.
Í dag er ég skíthrædd, og ég vona að ekki komi einn alsherjarskrílsháttur útúr fyrirhugaðri mótmælagöngu, og það veit sá sem allt veit að ekki fer ég. En ég fylgist með, og ef eitthvað fer illa, verð ég örugglega sorgbitin.
Ég vona að þeir sleppi eggjunum.
Ég vona að þeir sleppi tómötunum.
Ég vona að þeir brenni ekki fánann.
Ég vona að þeir sleppi skítkastinu.
Við kunnum nefnilega ekki að mótmæla, það er allt annað en í Frakklandi, þeir kunna þetta fag, og eiga mjög góða fagmenn í þessu. Við áttum Birnu, sem setti svip á göngurnar, þegar við vorum að reyna að mótmæla.
Við erum nefnilega friðsamir einstaklingar, við erum ekkert sérstaklega opin, við getum þagað þunnu hljóði, og erum með mjög mikla þolinmæði í okkur. Biðlundin með eindæmum, eiginlega erum við frekar stillt, "á heimsmælikvarða", en kannske ekki á Norðurlandamælikvarða.
Þessvegna er ég hrædd um að við klúðrum þessu.
Ég var þó fegin að heyra í Herði Torfasyni í fréttunum í dag, hann hefur svo oft verið fyrstur til að segja ýmsa hluti. Hann er aftur á móti afar gæfur maður, og ég vona að hann hafi góða með sér.
Ég vona að foreldrar fari ekki með börnin sín, það er skaðlegt fyrir þau.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.