REIÐI....................................VON

Það eru enn svo margir reiðir, og það er ágætt, reiðin er gífurlegt afl, og leiðir oft til góðs.  Og í mörgum tilfellum nauðsynleg.

Reiðin var mörgum og er nauðsynleg núna, og þar sem hún er afl, hvetur hún fólk til einhverra verka og oft góðra. Ég vona að svo verði nú. Vona að við förum ekki strax úr reiðikastinu, yfir í einhverja afneitun, og gleymsku á þessum hlutum.   Látum helst ekki kjafta okkur til.   Það er ekkert auðvelt að vera reiður, langt í frá, eiginlega heilmikið állag fyrir öll kerfi líkamans, og hefur oft komið einstaklingum í ógöngur.    En nú hefur hún verið nauðsynleg mörgum, meðan beðið  er eftir lausnum, sem ég vil trúa að séu í sjónmáli.

Reiðin er afleit ef hún sest fyrir, ein og út af fyrir sig, við verðum að sjá fleiri fleti en þann flöt sem veldur þessari miklu reiði.  Við þolum ekki ýmsar athugasemdir, sem ´róta við þessari reiði, og það er hundleiðinlegt að bjóða reiðu fólki uppá einhverskonar setningar sem eru hreint og beint niðurlægjandi í nærveru reiðrar sálar, eins og til dæmis "svona, svona, þetta reddast" það er leiðinlegt svar.  En við verðum að bíða akkurat núna.

Setningar eins og "núna getum við farið að hugsa hvert um annað!!!", núna skulum við vera saman og vera afspyrnu góð við hvert annað og þar fram eftir götunum.  Þessar setningar geta svo sannarlega farið illa í okkur, og ein vinkona mín, varð bara hundvond, og sagðist bara ekki vita annað en að hún hafi tildæmis alltaf verið góð við börnin sín.   "Ég þarf enga kreppu til þess að vera góð við börnin mín og vini mína" og "mér finnst ég ekkert þurfa að vera að breyta um hugsunarhátt, hvernig á´ég að vera t.d.?" og svo hvað????? Svo er kreppan kannske búin áður en mér hefur tekist að breyta mínu hegðunarmynstri sem hefur bara dugað ágætlega hingað til!!!!!!!!

Önnur vinkona mín var að fara á eftirlaun, og hafði tekið smávegis lán, til að gera upp lausaskuldir, og var með einhvern móral í morgunn, hún hélt yfir mér smáfyrirlestur um greiðslubyrði, og spurði mig "Og hvað finnst þér um þetta?"  Svar mitt var ósköp einfalt "Veistu að ég fæ bara brjóstverk!"   "Hva, færðu brjóstverk af því að heyra þetta?"    "Færðu brjóstverk vegna þess hvað mér hefur gengið vel með þetta!!"    

"Nei,nei, ekki yfir því, heldur þú ert með þetta í miklu betra lagi en ég og ég fæ bara svona smákast yfir mínu, og hef á tilfinningunni, að ég verði til dæmis að hætta við að skúra hjá mér gólfið og bóna, og þurfi frekar að lufsast í bókhaldið!!!!!!!""

"Hún gat komið mér á þá skoðun að þetta væri alveg í sæmilegu lagi hjá mér, hún er snillingur í því"

Og það er svo ágætt að við erum ekki öll eins, þeir sem eru ekki reiðir, gætu gefið sér góðan tíma til að hlusta á reiða fólkið, sem hefur fullan rétt á því.

Það er uppbyggjandi að hlusta á heiðursfólk, vera í svolitlu reiðikasti, það vekur þá af svefni og afneitun, ef hún er til staðar.

Við þurfum að taka hvert annað á orðinu, eins og við erum vonandi vön.

Lífið er heilmikið flókið núna, svona flókinn kafli, og því var auðvitað aldrei lofað að það ætti að vera einfalt.

En það góða við þetta allt saman, er að þetta er sameiginlegt vandamál, við erum nokkurnveginn á sama báti, og við erum HEIÐURSFÓLK.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Sólveig.

Áhugaverður pistill fyrir marga,ég mæli nú ekki með reiðinni svona dags daglega NEMA að hún fái ÚTRÁS ÍHVERT SKIFTI sem hún fer af stað. Málið er einfallt.

Hún veldur LÍKAMLEGUM SJÚKDÓMUM OG EINNIG ANDLEGUM            FÁI HÚN EKKI ÚTRÁS.

Það þarf ekki endilega að vera afneitun að slaka á   þess á milli.

Skerpa hugmyndaflugið og segja við sjálfan sig,sama hver staðan er. Hvað er það besta sem ég get gert í MINNI STÖÐU.

ANNARS SKAL ÉG FÚSLEGA VIÐURKENNA ,MÉR FINNST ALLT TAKA LANGAN TÍMA OG ÞAÐ ALLTOF LANGAN TÍMA OG HJÓL ATVINNULÍFSINS AÐ STÖÐVAST Í RÓLEGHEITUNUM.

En ég hef trú á að hlutirnir byrji að rúlla um næstu helgi. Sjáum til.

Kærleikskveðjur.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 15:35

2 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Takk fyrir Þórarinn, allir hafa möguleika á bjartsýni, og það er svo gott að heyra bjartsýnisljósið stundum. Þú segir helgina, ég segi bara "svakalega er þú bjartsýnn maður, þetta datt mér ekki í hug!!!"

Sólveig Hannesdóttir, 9.11.2008 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband