RAUNSÆI..............VONLEYSI......

   Ég er svo heppin að hitta margt fólk, og ég mjög heppin með það fólk.   En ég hef eins og allir heyrt margar túlkanir á ástandi okkar í dag, margir enn mjög reiðir, og sárir. En enn, eru allavega viðbrögð í gangi. Sjálf sveiflast ég soldið, en hef ekki áhyggjur af því.   En maðurinn sem ég mætti í gær, var ekkert að sveiflast,  hann hafði sem flestir karlmenn horft á fréttaskýringarþátt og ég fékk eiginlega áhyggjur af málunum, þar sem ég veit að hann er ekki eini maðurinn sem er svona raunsær.

   Þessar hamfarir höfðu sett þennan bjartsýna mann í eihvern gír, sem ég hafði aldrei séð hann í.   Gír sem fjöldi landsmanna er í.  "Hvernig heldurðu manneskja að þetta verði til dæmis í febrúar?" ha", ja ég var nú ekki farin að hugsa svo langt, kannske bara ekki treyst mér til þess, enda óttalegur héri í svona fjöldakrisumálum, hef aldrei lent í þeim. En þessi maður hafði heldur aldrei lent í fjöldakrisumálum.

   "Hvernig heldurðu að þetta verði í febrúar þegar allir eru búnir að vinna uppsagnarfrestinn sinn?"

   Ég hafði ekki hugsað svona langt.

   "Hvernig heldurðu að það sé að eiga börn, sem maður er búin að skuldsetja?"

   "Ég hafði heldur ekki hugsað svona langt?"

   "Og veistu það Sólveig að það er búið að hneppa fjöldan allan af Íslendingum í fangelsi!"

   "Ég var heldur ekki farin að hugsa svona langt.

   "Já fangelsi, ég er til dæmis í skuldafangelsi, ég kemst ekki útur landinu, húsaleiga hjá mér greiðir ekki íbúðina mína, þó ég vildi væri það engan veginn lausn, bara að fara úr öskunni í eldinn, ég kemst ekki vegna pokans sem ég ber."

   "Ég var eitthvað að draga úr og í, segja að það væri verið að finna lausnir, og þar fram eftir götunum, og ég vil trúa því að það sé verið að því, og þá á heiðarlegan hátt, sagði honum að ég vildi bara ekki trúa því að einhverjar lausnir væru í sjónmáli í febrúar.

   Á meðan ég var að umla þetta, fann ég að ég var bara langt frá því að hafa nokkur rök fyrir því sem ég var að segja, og fékk þó nokkrar áhyggjur vegna þessarar bjartsýnu kynslóðar, sem hafði verið svikin.

   En enn eru kurl að koma til grafar, sem betur fer, og vonandi koma þau fleiri, það finnst mér vera það sem bjargar okkur, að rífa niður í smáeindir, og setja uppá borð. Þá fyrst getum við farið að raða upp, úr því sem komið er getum við beðið í smátíma, það er svo oft það erfiðasta að leita að og finna grunnorsökina.  Vonandi höldum við þreki til að byggja upp, en eitthvert vantraust hefur sáð sér í hjörtu margra manna sem eiga það ekki skilið.

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband