26.10.2008 | 16:35
FÓLKIÐ Í BLOKKINNI.......................
Þegar við og stelpurnar mínar vorum að lesa Áróru í blokk X, sá ég alltaf svona umhverfi fyrir mér, fallega blokk með gróðri og grasflöt. Stelpunum mínum fannst þetta sveipað ævintýraljóma, og vildu endilega flytjast í blokk eins og Áróra átti heima í. Þeirra líf var eitthvað svo einfalt, og fullorðna fólkið í þeirri bók hafði virtist vera meiri tíma en við foreldrarnir þá, þeas mín kynslóð, sem hafði í mörg horn að líta eins og vitað er, og skrifað hefur verið um.
Um þessar mundir er verið að sýna leikritið FÓLKIÐ Í BLOKKINNI, eftir Ólaf Hauk Símonarson, og má ég til með að fara.
Sögusvæði Ároru í blokk X, er að vísu Svíþjóð, en þessi mynd er auðvitað Noregur, úthverfi í Osló.
Athugasemdir
Ég á smásögu undir kodda sem ber þetta heiti. Hún er tilkomin vegna fólks í blokk, sem hefur inspírerað mig margan daginn ..... Ég ætla líka að sjá þetta stykki.
til þín og þinna.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 28.10.2008 kl. 21:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.