5.9.2008 | 11:19
HEIMILISLAUSIR.....
það er örugglega ekkert grín að vera heimilislaus á Íslandi, allt önnur aðstaða en til dæmis fyrir suðurlöndin, þar sem hægt er að sofa úti ársins hring á pappaspjöldum, undir svölum og pöllum, ég hef oft séð það. Það er ekkert grín að vera hér í 5 stiga hita og neðar, og allri þessari vætu.
Þegar ég fór að rifja upp heimilislausu einstaklinganna, sem við köllum þá í dag, það voru þeir nefndir öðru nafni í minni tíð, sem er óralangt síðan. Við kölluðum þá róna, og vorum alin upp við það og ég man ekki eftir að einhver niðurlæging hafi verið í því nafni. Rónarnir í austurbænum, voru oft að sniglast í kringum sundhöllina, ríkið var á Snorrabrautinni, svo þetta var þeirra svæði. Annað ríki var svo niðri á Lindargötu svo þar var hópurinn líka, þegar þeir áttu peninga, útborgun þeirra frá TR var um miðjan mánuðinn, sem er á sama stað og hún er. Þar var mikill hópur, og síðar opnaði maður þar bar sem varð samastaður þessara einstaklinga. Ég held endilega að það hafi verið góð lausn að hafa þann bar, þau höfðu þá allavega þann stað, þó svo að sárt hafi verið að sjá að peningarnir frá TR skiptu um eigendur á mjög skömmum tíma.
Þegar alger skortur varð á víni hjá þeim, þá drukku þeir Aqua Portugal, sem fékkst í nýlenduvöruversluninni, svo það er ekkert nýtt að finna umbúðir hér og þar.
Í dag, ruglast þessi einstaklingar á húsum þarna í hverfinu, eru oft ekkert vissir hvert þeir eiga að fara, tvisvar hafa þeir komist inn til okkar, og í eitt skipti gisti einni í kjallaranum, og vafði um sig mjög fallegu rúmteppi sem átti eftir að þvo, en svo vildi til að brunablettur varð eftir í teppinu, sem er aukaatriði, við vorum bara mjög fegin að ekki kviknaði í, við erum soldið eldhrædd í þessari fjölskyldu. En nú erum við sem sagt búin að slá grasið, búin að setja slagbranda á hurðir, og búiin að klippa háa randagrasið, sem var eftirlætisfelustaður áfengis, en við erum hrædd við önnur efni.
Önnur efni, voru ekkert í gangi hér áður fyrr, þetta voru bara spakir rónar, rónar í dag eru ekki eins spakir sér í lagi ekki þeir sem eru í harðari efnum. Ég sjálf er skíthrædd við að finna þarna eitthvað annað. Það eru krakkar að leik þarna í sundinu, sem ég vona að verði áfram. Ég vona að foreldrar séu ekki farnir að halda börnum sínum inni af ótta við einhvern ófögnuð í görðunum sínum, en við erum allavega búiin að jafna allt niður við jörðu, svo við erum fljótari að finna, við förum líka að sjá hvenær helst mánaðar þetta er, og verðum ennfremur virkilega vör við að ekki einn einasti lögregluþjónn hefur sést ganga upp sundið...
Það er eiginlega skrítin tilviljun, hvað þessi þjóðfélagshópur er alltaf nálægt mér, en ég hef óttalegt langlundargeð, eiginlega of mikið........................................
Athugasemdir
Anna Ragna Alexandersdóttir, 5.9.2008 kl. 18:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.