28.6.2008 | 09:58
Yfirvinnubann, á að setja ákveðið þak á yfirvinnuna.????
Hjúkrunarfræðimga vegna<? Já ég held það, en ég get ekki alveg séð hvernig hægt er að reka deildir, ef algert bann verður sett á hjúkrunarfræðinga. Nema þa´að loka deildum eins og gert er og hefur verið.
Ég man fyrst þegar ég var í vinnu og loka þurfti deild, það var ekki góð upplifun, mikið misræmi og einkennileg uppllifun. Annarsvegar sjúklingar í röðum á gangi, og hins vegar 10 rúm væntanlega tóm. Þetta þýddi nátturulega ekkert annað en áframhaldandi kreppuástand á deildinni, sem leit út eins og opin stofa í stríðshrjáðu landi. Einstaklingar í ýmsu ástandi, varla tjald á milli manna. Þetta þýddi ennfremur eins og ljóst var færri starfsmenn á hvern sjúkling, ef svo má að orði komast.
Ég hefi alltaf haft þá skoðun að hafa þak, starfsmannanna vegna, þar sem starfsmaðurinn getur hreinlega komið yfirkeyrðir í vinnu. og leiðir, þó svo að þeir séru ánægðir í starfi. Yfirvinna verður alltaf í þessum störfum, og er í fleiri löndum, en kannske, eins og í >Noregi, verða margir að taka út sína yfirvinnu í fríum, til dæmis á veturna. Eru þá frí bara nokkuð góð orðin. Mér hefur alltaf fundist það vera spennandi lausn.
Það er einnig spennandi lausn, að hafa öðruvísi skattprósentu þegar neyðarástand ríkir og starfsmenn þurfa að taka á sig yfirvinnu eins og þurft hefur á sumrin. >Semsagt, nr. 1 að hafa þak, nr.2 að fá skattprósentuna öðruvísi, og sleppa aukaskattinum sem kemur í ágúst.
Mér reiknaðist til fyrir nokkrum árum, þegar ég féll í þá gildru að sinna svona hjálparstarfi að sumri til á einni ágætri hjúkrunarstofnun, að þegar upp var staðið eftir árið, hafði ég 450 á tímann.
Þetta var fyrir 10 árum, nokkrum árum eftir það, var farið aða reyna að ná í lífeyrisþegana í Húsasmiðjuna og ´Nóatún, gekk það mjög illa, akkurat vegna þess að einstaklingar fóru að reikna. Nokkrir einstaklingar tóku þessu ílla.
EN EITT ER SVO ANNAÐ, að við sem veljum okkur þetta starf, vitum vel að vinnutími er óreglulegur, og ég er ein af þeim sem fannst þetta gífurlegur kostur, mér fannst þessi sveiganlegi vinnutími, vera góð lausn. Í dag er oft verið að bjóða uppá sveigjanlegan vinnutíma, og í dag hefði ég valið störf með sveigjanlegum vinnutíma. LÍT Á ÞAÐ SEM KOST.
Það er stundum skrýtið fyrir okkur "gömlu", að vera alltaf að heyra, að það sé svo leiðinlegt að vinna á kvöldin og helgar. En stundum er það val. OG ÞAÐ TILHEYRIR ÞESSU STARFI. Það geta ekki allir verið vinnandi dagvinnunna, til þess eins að eiga helgarfrí!!!!!
VINNUSKÝRSLUR, eru oft gífurlega ílla unnar, því miður, og var ég alltaf viss um að þegar að næsta kynslóð innan hjúkrunarstéttarinnar kæmi inná deildir og færi að skrifa mannsæmandi vinnuskýrslur yrði ákveðinn vandi innan stofnana leystur, en því miður get ég ekki séð að það hafi tekist.
Það olli mér vonbrigðum.
Að báðir foreldrar séu í dagvinnu útheimtir tvo bíla, annað er bara stress, en það er svo annað mál.
EN ÞAK ÞARF Á YFIRVINNUNNA, ALLRA VEGNA, EKKI SÍST SJÚKLINGANNA.........
Athugasemdir
Það er nú bara verið að tala um tímabundið yfirvinnubann. Enda myndu stofnanirnar fljótt stranda ef bannið væri varanlegt
Hólmdís Hjartardóttir, 28.6.2008 kl. 10:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.