27.6.2008 | 14:12
YFIRVINNUBANN??? Á HJÚKRUNARFRÆÐINGA ?? VAL EÐA VALDBEITING
Þetta eru kellurnar mínar úr hjúkruninni, við þekkjum lítið til yfirvinnubanns sem nú er mesta umræðan um í okkar stétt. Kannske erum við bara hættar að hugsa um samninga, réttindi, yfirvinnubann, 100 stunda vinnuviku, alveg blanka vinnuskýrslu í ágúst, og allt það heila. En svo sannarlega vonum við að manneskjuleg réttindi stéttar okkar nái fram að ganga.
Hjúkrunarfræðingur hefur verið núið um nasir í gegnum ævina, þegar þeir hafa verið að tala um launin sín, "já, en þið fáið svo margar aukavaktir!!!!!!", jú það er alveg rétt, við höfum getað mokað inn aukavöktum, en það er ekki það sem við höfum viljað. Auðvitað hafa margar okkar séð tekjumöguleika í þessum aukavöktum, en vel að merkja, vorum við fastráðnar flestar okkar til að ná lífeyrisréttindum okkar. Aukavaktir voru ekkert annað, en Bjarnargreiði við okkur, þetta var ekki það sem við vildum, alls ekki. Margir hjúkrunarfræðingar voru þannig gerðir og má það vera stór galli, en þannig var það, að þeir fóru helst sem lengst í burtu til að losna við tengsl sín við stofnun sem þær unnu á, þar sem þeir vissu að, vaktaskýrslu voru meira og minna "blankar" yfir háannatíma vinnustaða sinna. Þeir sem ekki voru utan vinnustaðaumhverfis, höfðu ekki frið, það er staðreynd, sem ég veit ekki hvort er enn við lýði, hef ekki kynnt mér það, en þannig var það og ég get nefnt, bæði ár og stofnanir.
Það er þannig, að alltaf er höfðað til samvisku kvenna og það hefur verið gert við okkur hjúkrunarfræðinga, ég þekkti ekkert annað þegar ég var í starfi. Deildarstjórar voru mismunandi flinkir við að "leika þann leik", en voru alltaf í neyð, svo þetta var leið sem varð að fara
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.