26.6.2008 | 10:07
Sólskin.
Nágrannakonan mín, hún Ingibjörg, er einnig hversdagshetja, sem vert er að taka eftir. Við erum á sama aldri, og hún er einnig með garð. Maður hennar féll frá fyrir nokkrum árum. Ingibjörg er svo sannarlega með þessa margumtöluðu grænu fingur, hjá henni lýsir það sér í því að það er alveg sama hvaða plöntu hún kemur nálægt, sú planta bara fer að vaxa og vaxa. Það hefur verið mér rosaleg ráðgáta hvernig hún endist í garðinum, þar sem ég veit að hún er mjög slæm í skrokknum.
En hún er með ákveðið kerfi, svona sjálfsaga. Það er ekki sami bægslagangurinn og í mér, hún er bara alltíeinu búin að þessu og hinu. Hún hefur oft setið í stólnum sínum, með kaffi, meðan ég er stynjandi af vökvaskorti, algerlega án skipulags hér í mínum garði.
En leyndarmálið opinberaðist hér á dögunum, þegar ég var að dáðst að seiglu hennar.
HÚN ER MEÐ TÍMAKLUKKU Á KAFFIBORÐINU Á SÓLARSTÉTTINNI SINNI
Tímaklukkan hennar sem hún stillir, vekur hana af ákafanum, og hún sest í góða stólinn sinn við garðborðið sitt og drekkur vökva og kaffi og hvílir sig í ákveðinn tíma, og slappar af.
Ég er ekki farin enn að kaupa tímaklukkuna, en ég er svona að íhuga þetta, og kem örugglega til með að reyna þetta.
En þetta er lærdómsríkt, og gott að tileinka sér.
Garðurinn hennar er Hlégerði 16, Kópavogi.
Athugasemdir
Takk fyrir þessa lýsingu á nágrannakonunni með eggjasuðuklukkuna. Frábær hugmynd. Það er mikið af skemmtilegu fólki í Hlégerðinu, - það ætti eiginlega að skrifa um það!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 26.6.2008 kl. 22:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.