sólskin.

  Hitti nágrannakonu mína í dag, sem ber út póstinn, hún er ótrulega skipulögð. Hún er með þrjár götur og sést aldrei bera poka, heldur á nokkrum bréfum, og ég hefi stundum verið í vafa um að hún sé póstur. Ég hafði það nú af að spyrja hana í dag, og ljóstraði hún upp leyndarmálinu, ég held því leyndu, en mun gefa Íslandspósti upplýsingar ef þarf.

   Það er enn sólskin sunnanlands, og víst er fallegt að horfa út, og kvartaði póstkonan mín sáran undan misræmi, eða miðsjöfnum skoðunum á hvenær nóttin byrjar á þessum tíma, og hvenær hún endar, og hvenær eiginlega er kominn morgunn.

   Hjá manninum hennar byrjar nóttin kl.2300, alveg sama hversu bjart er, aftur á móti byrjar nóttin hjá henni ekki fyrr en í fyrsta lagi 0200, þarna er heilmikill munur, þegar hún leggst til svefns, er maðurinn hennar í fastasvefni, kominn í djúpa svefninn, og erfitt að hlusta á þannig einstaklinga, sem jafnvel eru komnir langt í handanheim, að athuga ástandið þar,

   Víst er gífurlega fallegt, og það er 13. í svölum, eða palli, og snemmsyfjaðir einstaklingar alveg í essinu sínu að þetta helst í marga daga, og´ég svosem líka.  Allt verður eitthvað svo fallegt, jafnvel rabbbarbarinn sem er ekki sérstaklega falleg ´jurt, er eiginlega þolanlegur fyrir augað

   Það er gífurlega fallegt að horfa yfir til Manhattan (Sjálandshverfið), það speglast kvöldsólin, sem hún Guðný Anna sér útum stofugluggann sinn, í gluggum blokkanna þar.  Það er ekki einleikið hvað grastið hjá mér er grænt, og ég held að ég hafi aldrei séð sýrenurnar svona pattaralegar, þrátt fyrir brotsjó vetrar.

   Það eru akkurat 15 ár síðan fyrsta barnabarnið mitt fæddist, þá gróðursetti ég lítið tré, gullregn, hér í garðinum, og í dag, er það algult, Fyrst blómstraði það bara annað hvert ár, en nú er það í blóma hvert ár, og átti ég allsekki von á þessari blómgun, þar sem vöxtur allur ruglaðist í blíðviðri fyrrvetrar og slæmu vori.

   En svona er þetta allt óútreiknanlegt, gullregnið hefur blómstrað, og Villi líka, ég get ekki betur séð. Enn eru strákar úti í fótbolta, og ég minnnist næturinnar sem ég gekk Öskjuhlíðina, þá Jónsmessunótt, í fornöld.

   Ég skil í dag, vegna hvers það veittist mér svona auðvelt að vaka á næturna, best fannst mér að vaka á sumrin, margir voru hissa, en þetta átti gífurlega vel við mig.  Ég á margar myndirnar frá Spítulum Rvíkurborgar sem ég tók við sólsetur og sólarlag, fór ég þá útá svalir sem snéru til austurs og vesturs til skiptis, eftir því hver tíminn var.

   En ég er svo innilega sammála póstkonunni minni, nóttin byrjar kl. 0200, og dagurinn byrjar kl. 0400, þetta er ekkert flóknara en það.

   En ég má til með að benda fólki sem er með serotonintruflun í heilanum um þessar mundir, að reyna að ná í kvikmyndina "INSOMNIA", hún er örugglega 10 ára ef ekki meira, aðalleikarinn er Al Pacino, endilega kíkið á þá mynd, ef hægt er að ná henni.

   Reynið ekki að þröngva henni uppá snemmsyfjaða, þýðir ekki nokkurn skapaðan hlut...............


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband