9.6.2008 | 23:17
Islenzka sterka konan...óður til hennar.
Mig minnir að ég hafi smávegis komið inná þetta í vetur, en einhvernveginn langar mig að rabba smávegis um þetta, vegna þess, að þegar ég var yngri, fannst mér ég alltaf vera að hlusta á hversu mikið aldamótakonan (næstseinustu), hefði þurft að þola og þræla. Ég verð a' segja það, að ég var oftar en ekki með hugann við konu seinni hluta tuttugustu aldar en konu fyrri hluta þeirrar aldar. Víst er að aldamótakonan eldri, bjó við ýmislegt óréttlæti það segir sagnfræðin okkur, en ég hefi alltaf dáðst að minni kvennakynslóð, konunum sem fæddust eftir 1940. Sú kynslóð, bylti þjóðfélaginu, hvorki meira né minna, að mínu mati. KONURNAR sem eignuðust fleiri börn en eitt, oft 4 og fleiri. KONURNAR sem unnu velflestar utan heimilisins, krefjandi störf. KONURNAR sem voru starfandi í félagsmálum. starfandi í stéttarfélögunum sínum. Námskeið á vegum vinnunnar, með feður sem þjóðfélagið var ekki búið að samþykkja að fengju frí vegna veikra barna, eða tildæmis foreldrafundi, þó þeir hefðu oft verið miklu betur undir það búinir´að taka að sér foreldrafundina í skólunum. Heimilin skattpýnd, ef kona aflaði einhverra tekna. Dagheimilisgjöld það há að það tók helming af launum kvenna, oft á tíðum. Ef hægt var að fá barnaheimilispláss, sem fyrir 1970 voru einungis ætluð börnum einstæðra mæðra.
Kona okkar tíma gerði þá kröfu að mennta öll sín börn, vildi að allir hefðu sama rétt. KONA OKKAR tíma átti ennfremur að vera snilldarkokkur, ekki bara, með þetta venjulega, heldur listakokkur. KONA OKKAR TÍMA, hleypti af stað kvennabaráttunni, ---og þurftum þvílíkt að standaokkur í okkar eigin kröfum á okkur sjálfar--- Eiginlega erum við allar eins og snýtt útúr nös Hallgerðar Langbrókar, nema við hefðum komið miklu betur fram við Gunnar, þannig lagað. Við höfum sjaldan verið púkó, við höfum gert allt fyrir alla, konur og kalla, og ekki má gleyma hversu vel við hugsuðum um elstu kynslóðina. Hverjir héldu svo utan um kjarnafjölskylduna?????? Það voru líka þessar konur, sem gengu um með sektarkenndina í poka, hingað og þangað.
ÞESSI OFURKONA í dag, er obbolítið þreytt, hún er ekki þreytuleg, og ég vildi óska að hún skammaðist sín ekki fyrir að vera þreytt. Vildi óska að hún sæi það sem eðlilegt ástand að vera þreytt................................................................ frh. morgunn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.