7.6.2008 | 00:00
ÉG FER SAMT EKKI OFAN AF ÞVÍ....
Hvernig sem á því stendur, að kettir eru hin mestu óargadýr, fyrir utan að vera það lymskulegasta sem ég hefi fyrirhitt. Hér í götunni minni er köttur í öðru hverju húsi, nákvæmlega. Og á þessum árstíma er ekkert annað að gera en að gera atlögu að þeim, þegar tími gefst til.
Kattareigendur hafa greinilega sameinast um það, eða látið það bara æxlast þannig að hleypa þeim út um 5 leitið á morgnana. Núna á þessum árstíma eru hljóðin í fulgunum angistarleg í morgunsárið. Kattareigendum er nákvæmlega sama, þeir vita sem er að út þurfa þeir til að míga og leika sér.
Ég þekki eina ágæta konu, gamla vinkonu mína, sem hleypti kettinum sínum ekki út á þessum árstíma, nema í bandi. Var hann í bandinu fyrir utan lóð, og var afspyrnu þunglyndur í mai og júní. Fékk hann að fara í göngutúr í bandi með eigendum sínum tvisvar á dag, samt sem áður.
Lét hún hann hafa eitthvert leikfang í líkingu músar eða fugls, og varð hann að beygja sig við kröfum eigenda síns. Þetta var með eindæmum leiðinlegur köttur (blessuð sé minning hans), og vorum við aldrei neinir sérstakir vinir. Það er, hann var frekar púkalegur við mig, þegar mig bar að garði. Ég reyndi svo sem ekkert að vingast við hann, og var frekar fegin þegar hann geyspaði golunni, en eigendur hans syrgðu hann lengi, og er leiði í garðinum með legsteini og tilheyrandi. Ég var vinsamlegast beðin um að gæta hans í 10 daga, það er að hleypa honum inn og út, og bursta feld hans annan hvern dag, þar sem þetta var skógarköttur, og hvað mér leiddist það. Ég lét mig samt hafa það, þar sem þetta var málleysingi, og var þeirri stundu fegnust þegar eigendur komu heim, með tárin í augunum, yfir því að hafa farið með hvort öðru í sumarfrí án kattarins.
Mér er ekki nokkurleið að skilja þetta.
Athugasemdir
Ha, ha, ha, en yndislegur pistill! Ég deili ekki kattarhatri þínu, ég er frekar hrifin af köttum, sjálfstæði þeirra og sérvisku. Sérstaklega datt ég í ást við eina, sem reyndar er farin yfir móðuna miklu, og var kisan mín, hún Kisa. Hún var blanda af sérdeilis eðalbornu íslensku ruslatunnukyni og svo einhverju asísku frá langbortistan. Reyndar var það ekki alveg helmingurinn, þau hin fjarlægu gen voru farin að þynnast. Ég syrgði Kisu mína lengi eftir að hún dó - og geri að vissu leyti enn.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 7.6.2008 kl. 14:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.