30.5.2008 | 20:09
LÍFSBARÁTTA
Án hennar, er ekki líf, eins og orðið ber með sér. Og ég vissi sem var, að fleiri yrðu ánægðir með ánamaðkana en ég. Mikið líf á lóðinni, smáfuglarnir að reyna að hafa í sig og og aðra familíumeðlimi, yfirsetan alger. Krákuhljóðið sem þeir gefa frá sér þegar köttur er nærri, er hljóð sem fer í mig. Vatnsbyssan mín er ónýt, svo nú verð ég að kaupa aðra á morgunn, en lét mér nægja að henda með mjög góðri sveiflu að þessum gulbröndótta dósarloki, sá varð hræddur, hann fékk einnig meðfylgjandi skammir, eins og "farðu til h......" osfrv. Það hefur ekkert að segja hann kemur örugglega á morgunn. En ég bara ræð ekki við þessa áráttu mína að fylgjast grannt með þessu, þegar ég er heima, á þessum árstíma. Sjálfsbjargarviðleitnin er greinilega ekki bara í manneskjunni heldur fylgir því að vera lifandi, og þegar ég sá þröstinn toga orminn uppúr moldinni, með flottri sveiflu, var ég svo viss um að það var ánamaðkurinn sem ég sá í gær, sem olli mér þessari ánægju í gær yfir sönnun lífsmarks í moldinni. En ég sá líka í hvaða átt hann flaug, svo nú veit ég hvar hann á heima, og ég veit líka að þar eru ungar í hreiðri, eða upptekin þrastamamma, því ekki át hann orminn sjálfur.
Ég vil að kattareigendum verði sett sömu viðurlög og öðrum gæludýraeigendum..........
Athugasemdir
Dúddelídú ....
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 30.5.2008 kl. 22:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.