6.4.2008 | 23:24
AÐ STANDAST TÍMANS TÖNN........
Að sjá kvikmyndina Mávahlátur eftir 7 ár, var ótrúlega skemmtilegt. Ég átti ekki von á að upplifa algera klassik, í allri gerð myndarinnar. Mundi að mér fannst hún góð fyrir 7 árum, en ekki svona eins og í kvöld. Allur leikur tilgerðarlaus og húmorinn leiðandi myndina í gegn. Ég tók eftir smáatriðum núna sem eru alveg óborganleg. Gaman að svona upplifunum.
Athugasemdir
Sammála, mér fannst þetta líka ótrúlega gaman.
Horfi venjulega aldrei tvisvar á sömu mynd, en þetta kom semsé verulega á óvart. Hvenær skyldi Karitas - án titils verða kvikmynduð? Alveg væri ég til í að taka að mér hlutverk þar. Ertu með?
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 7.4.2008 kl. 22:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.