9.3.2008 | 23:11
AÐ VERA Í HAGKAUPSSLOPP EÐA VERA EKKI Í ........
Ótrúlegt uniform það, en gríðarlega hagkvæmt, það er nú það, og svei mér þá ef sloppurinn er ekki í endurnýjun árdaga í dag, ekki sem vinnusloppur húsmóðurinnar, heldur nýjasta tíska. Allir þessir skokkar, og eins og kallað var í mínu u.... baby doll stíll, sem herjað hefur í tískuheiminum, og einhvernveginn fær maður sig ekki til að prominera í gömlu mynstrunum, hversu flott sem þetta nú er, meira að segja litirnir, maður lifandi, "Hvað er nú þetta, átti ég kannske að geyma sloppana?", reyndar var það ekki hægt, svo útslitnir voru þessar elskur, sem björguðu okkur frá því að vera ekki mjög hallærislegar í hinum svokölluðu morgunverkum, sem hjá mörgum teygðust fram eftir nóttu. Útslitnir, er kannske ekki alveg það rétta, en þeir urðu afskaplega lúnir, efnið óslítanlegt, en litarbreyting varð með aldrinum, þe sloppsins. Ennfremur áttu hnappagöt það til að gliðna, því auðvitað voru þetta meðgöngusloppar, þar til pláss var ekki frekar til, Litarbreyting beint framan á maganum, hjá allavega þeim sem höfðu þennan hefðbundna vöxt 100-60-100. "Nehei,, ertu búin að fá þér nýjan?" Ég hefi ekki séð þetta mynstur áður!!! Nú var um að gera að fylgjast með mynstrunum, ekki var hægt að láta sjá sig í sama mynstrinu, svo árum skipti, (Þó að öðru leiti væri hægt að gera það, allavega sloppsins vegna), auðvitað varð maður að skipta út, allavega eftir hvern barnsburð, skárra væri það nú, maður mætir sko ekki í sama hagkaupssloppnum út á pall, fyrir og eftir, á leið með eithvað af börnunum á leið út í vagn, ekki nú aldeilis. Ótrúlegt CUP hjá hagkaupum, sloppar í þúsundavís. Undirrituð nældi sér í einn með gráum grunni, ekki var manneskja í götunni í svona gráum, og það með frönsku mynstri, og undirrituð var alsæl með þennan orginal slopp, jafnvel þó hún væri ekkert fyrir grátt, eiginlega aldrei verið ánægð með þann lit, en tilgangurinn helgaði meðalið, og sígaretturstrókurinn alveg í stíl útúr konunni..........
Athugasemdir
Ó, alveg sé ég þetta í anda. Og ég er ekki einusinni að plata, tíu fingur uppí guð, að ég man eftir svona sloppum sem voru gráir í grunninn með vínrauðu frönsku mynstri .... Ósegjanlega dásamlegt.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 10.3.2008 kl. 18:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.