6.3.2008 | 23:21
ALLT VAR ÞETTA NÚ ALDEILIS INDÆLT....................
Stríð, þeas stríð konunnar þessa tíma, við rifum okkur niður af eldhúsborðinu, ´öskubakkanum og yndislegheitum þessa tíma. Vorum auðvitað fyrir löngu búnar að henda Hagkaupssloppunum, að ég tali nú ekki rúllunum, þannig lagað, ýmsar okkar nota rúllurnar enn þann daginn í dag, en það er aukaatriði. En permanettið reddaði þessu öllu saman. Út á vinnumarkaðinn og það eins og skot, hið hefðbundna heimilishald varð allt í einu afskaplega gamaldags, og uppeldið hjá mörgum, byggðist á hvað barnið vildi gera, læra og þar fram eftir götunum. Mikil áhætta var tekin í barnauppeldi víða, þar sem vilji barnsins var stundum látinn ráða,"þó blessað barnið" hefði ekki hundsvit á því. Konur sýndu samstöðu, streymdu í öldungadeildina, þær sem ekki höfðu haft tækifæri, eða einnig vegna skilningsleysis foreldra höfðu ekki getað komist í hina eiginlegu menntaskóla, höfðu farið aðrar leiðir, ekki síðri, að mínu mati, en báru í brjósti sér komplex, þess efnis að ekki væri manneskja með manneskjum, sem ekki hefði hið hefðbundna stúdentspróf. Þeir sem þverskölluðust voru afspyrnu sérviturt fólk. En þegar aftur fyrir er litið, þá voru þetta gríðarlega skemmtilegir tímar, mér finnst ég sjá konur hlaupa útum allt. Toppurinn var þó þegar Vigdís bauð sig fram til forseta og sigraði, það er bara ekkert flóknara en það, við eignuðumst foringja sem virkilega var okkar foringi, hvar sem hún kom. Þar með var okkur borgið, okkur konum hér í þessu landi. Það þurfti ekkert að ræða það frekar hvað var kvennabarátta.
Ég get ekki annað en nefnt hana Auði Eir, sem enn er í framvarðasveit okkar, fyrir utan allar hinar sem tekið hafa að sér störf, sem þóttu aðeins karlmönnum bjóðandi. Sú kona, þe Auður er að mínu mati sú sem hefur brotið blað í Íslenskri sögu svo um munar....
Ég lýk þessum hugleiðingum mínum um þennan tíma, en mikið er nú gaman að hugsa aftur í tímann til kvenna í brautryðjandastörfum. Og ég vildi óska að betur væri hugsað um þær konur sem vinna störfin á göngum spítalanna, þeirra sem hugsa um þær konur og menn sem ruddu brautina...................................
Athugasemdir
Þú þarft að skrifa um upplifunina af Hagkaupssloppatímabilinu .... ég sé það í hillingum .... Og Fomaica og hárþurrka hjá Bíbí á laugardögum og ... og ....
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 9.3.2008 kl. 13:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.