21.2.2008 | 15:52
KILJA EGILS
Reglulegir konfektmolar þessir þættir Egils.
Ég hefi fylgst með henni Kolbrúnu í gegnum tíðina og fáir eru jafn "spontant" ef ég má sletta, Kolbrún er án allrar tilgerðar og þorir að setja fram tilfinningu sína þegar að áliti hennar kemur. Mér fannst hún virkilega segja ákveðna bitastæða hluti um þær bækur sem fjallað var um án þess að vera neikvæð.
Egill virðist hafa alveg sérstakt lag á að gera þætti sína spennandi, og halda fólki við efnið, ennfremur að nýta tímann til fullnustu, og ekkert er verið að eyða dýrmætum mínutum í einhverjar þögular spekulationir. Egill vinnur sína vinnu vel. Við áttum mjög marga lélega spyrla og þáttagerðarmenn hér á fyrstu árum sjónvarps, en það var kannske á þeim tíma þegar menn tóku sig mjög alvarlega, ég verð að segja forseta vorum það til hnjóðs að hann var ekki sá allra skemmtilegasti þáttagerðarmaður sem við áttum í den, margt annað sem lá betur fyrir honum að mínu mati, en það að vera spyrill.
Bragi góður, en verst þykir mér að ekki hafi hann fengið greitt púrtvínið, og mjög gott að segja okkur frá Vilhjálmi Þ., gott fyrir margt yngra fólk sem ekki veit um þennan tíma, hvernig Vilhjálmur fór að. Þetta var alltaf svo hátíðlegt, og gott ef mann langaði ekki bara til að segja "Jesssss" þegar upp var staðið frá sjónvarpi við lokakveðju Vilhjálms.
Best var þó að fá að heyra aftur yfirhalningu Guðbergs sem hann færði collegum sínum á rithöfundaþinginu 1987, auðvitað olli þetta hneykslan þá, en í dag???? Mér fannst þetta eitthvað svo rétt hjá honum Guðbergi, hann var að láta í ljós hluti, sem auðvitað hefðu mátt liggja kyrrir, eins og margt annað sem satt er, en Guðbergur er opinskár og stóryrtur og langar svona innst inni, hefi ég á tilfinningunni að varpa sprengju inn í hóp, og er það ekki alltaf svo gaman??? Það hækkar soldið blóðþrýstingurinn, og partýið fer kannske að verða soldið skemmtilegt, og hann þorir að taka þá ábyrgð á sig að hræra uppí fólki, sem kannske er alveg að sofna yfir háfleygum orðum sem sett eru fram, og oft lítið frumleg.
Gott hjá Agli að sýna okkur þetta......................................
Athugasemdir
Missti því miður af þessu. En þeir þættir sem ég hef séð hafa verið mjög góðir. Þetta eina slæma við þetta er hversu seint á dagskrá þættirnir eru. Sómakærir smáborgarar, sem vakna í sitt puð eldsnemma á morgnana, eru yfirleitt farnir að sofa á þessum tíma. Allavega hún þín.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 21.2.2008 kl. 20:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.