FERÐAFÉLAGAR

   Það var eiginlega með þónokkrum kvíða sem ég settist í sætið mitt í flugvélinni, lenti í miðsæti, sá mína sæng útbreidda, með yndislega tvo norðmenn mér til sitt hvorrar handar. Gat ekki séð hvernig ég átti að geta sofnað flugblundi, en sjúkk, voru ekki bara þessi álitlegu Íslendingar, sem ekki eru alltaf bestir að mínu mati, þarna voru komin stúlka annars vegar og piltur hins vegar. Jeminn hvað ég var fegin að þurfa ekki að spandera minni lélegu norsku, sem rétt  dugir til að biðja um bolla af kaffi, að ég tali nú ekki um þá næmni sem þarf til að skilja blessaða norskuna En þarna sá ég eins og skot að ég var afspyrnu heppin manneskja eftir törn mína í flughöfninni, hafandi verið gegnlýst vegna fljótandi vökva í formi Vanillusólu frá Freia í Norge. Fyrir utan auðvitað armböndin sem fylgja munu mér um aldur og æfi. Þetta voru skemmtilegir einstaklingar, sérstaklega miðað við það að þau voru íslensk, en þannig er mál með vexti að ég hefi alveg sérstakt dálæ´ti á Norðmönnum, og sérstaklega húmornum þeirra sem hentar mér mjög vel, léttur og átakalaus, betra að vera í formi til að geta haldið uppi samræðum þá..

   En semsagt flugið heim var enga stund að líða, og gaman að vera innan um þetta góða fólk sem ég var í dag, ég er þeim þakklát,´þar sem ég er ílla haldin að syndrominu "flugfýla", en einkennalaus var ég í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband