29.12.2007 | 23:42
MINNISSTÆÐUSTU JÓLIN
Eru ekki að neinu leiti nostalgisk, en ég glopraði út úr mér 10 ára gömlu leyndarmáli, þar sem ég var búin að gleyma að það var leyndarmál, allavega var það fyrnt. Hannes sonur minn var að ná í mig í vinnuna kl. 20.00, á þeim hallærislegasta bíl sem við höfum nokkurn tíma átt við fjölskyldan. Bensínmælirinn var bilaður, og búinn að vera lengi. Maður þurfti að muna hvenær tankurinn var síðast fylltur. Margir gengu um þennan bíl, þannig að bókhald á bensíninu var algerlega úr lagi.
Hann kom áður en vakt lauk, suður á Hrafnistu í Hafnarfirði, yndislegt veður fyrr um daginn, og þegar komið var að garðabæ, túnahverfinu, erum við bensinlaus. Nú voru góð ráð dýr, ég alveg að fá kast, sem rétt slapp fyrir horn þar sem það var aðfangadagskvöld og enginn fær kast á því kvöldi, ekki einu sinni ég. Veðrið allt í einu snarvitlaust, blindbylur og tilheyrandi, fyrir utan að bíllinn var ekki einu sinni farinn að hitna, örugglega verið léleg miðstöð. Tek það fram að bíllinn var grár á litinn. Ég kem alltaf til með að minnast Hannesar fyrir snöggu úrræðin sín. Útur bílnum "ég redda þessu" segir drengurinn, ég úrræðalaus, og við það sat. "Ég fer bara inn í eitthvað hús", þar með rokinn. Kemur aftur með brúsa og bensín, eftir þónokkra stund. "Hvað gerðirðu drengur fórstu bara inní eitthvað hús og hvað sagði fólkið?" "Það var auðvitað að taka upp pakkana, ég bað manninn um að lána mér 500 kall fyrir bensíni og við værum bara að verða úti þarna á Hafnarfjarðarveginum, maðurinn vildi endilega lána mér 1000". Ef ég hefði sjálf ráðið, hefðum við verið þarna í marga klukkutíma þar sem ég hefði þurft að hugsa allt fram og til baka. Minnisstæðast var hvernig Hannes tók á hlutunum þá 21 árs, með frekar erfiða móður.
Leyndarmálið var upplýst á aðfangadagskvöld af mér, sem byrjaði að segja eins og gömlu fólki er tamt, "Ég gleymi aldrei osfrv." Ég sá að Hannes varð soldið skrýtinn, og Pabbi hans einnig. Við höfðum ákveðið að nefna þetta ekki þegar heim kom á sínum tíma. Daginn eftir fer Friðbjörn eitthvað að spekulera í hvernig standi á því að hann skuli ekkert muna eftir þessu kvöldi, urðum við þá að upplýsa hann um að honum hafi aldrei verið sagt frá þessari uppákomu.
Athugasemdir
Hahahaha, dásamlegt...allavega eftirá!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 30.12.2007 kl. 23:17
Sæl Sólveig.
það leynist margt smátt og stórt með manni og einkennilegt hvað það getur komið manni á óvart.
Gleðilegt ár og farsælt.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 01:53
Takk.
Sólveig Hannesdóttir, 2.1.2008 kl. 05:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.