GÓÐ AÐVENTA.

   Með eindæmum góð aðventa, hellti mér í 50 bls af bókinni THE GODSPELL ACCORDING TO JESÚS CHRIST og er ánægð með það. Ég var á dögunum að lesa um Krumma í mínus sem Krist í Borgleikhúsi, mér skilst á þetta eigi að vera soldið leðrað, og treysti mér eiginlega mjög illa í að sjá þessa sýningu, er ennfremur hrædd við að það verði of metalrokkað, og það er einhvernveginn minn stíll núna. En allavega bíð ég með að fara á síðustu sýningar.

   ´Mér tókst að einangra mig frá árieiti útvarpsstöðva sem þreyttu mig.  Mér tókst að láta ekki auglýsingarnar fara ekki í mínar innstu, Fór ekki að borða eitt einasta jólahlaðborð. Ég bakaði piparkökur með barnabörnum snemma.  Átti Stollen frá þýzkalandi sem var hundvont að mínu mati en ekki fuglanna, fylltust þeir gífurlegri græðgi þegar þessum þýska snari kom, brenndar kökur fóru sömu leið við vinsældir. Ég sé ágætlega fram á að geta sent þessa brúnu lagköku út húsbónda mínum líkar ekki kremið,  'eg var heima og bakaði ágætlega, gaf gjafir ágætlega, fékk gesti til mín kærleikríka, og nutum við kærleiksríka samverustunda.   Fékk eitt gott kvíðakast á aðfangadag, (það hlaut að koma að því líka), var á bömmer yfir hvernig mér tækist að steikja í ofninumm, sem tókst eftir lagfæringar dóttur minnar sem hafði kynnst ýmsu sín fyrstu búskaparár á Azoreyjum. Hún kom sem frelsandi engill. Svo ég sá ég engla í barnabörnunum mínum á aðfangadagskvöld, allir svo miklir englar í framkomu, að mér fannst ég alls ekki eiga það skilið.  Vinkona mín kom með pottaleppa úr silicon akandi langa leið, þeir björguðu steikinni líka, hún er semsagt engill líka, og nú er bara að koma sér í englaskapið sem haldast skal út árið 2008,


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þú ert snillingur. Það hef ég alltaf sagt. Við erum dáldið mikið sammála um hvernig á að hafa þetta. Í fyrsta skipti núna, henti ég öllum afgöngum, nema það sem mátti hafa í heila máltið....Líka tertuafgöngum eftir jólaboð gærdagsins. Hver segir að manni fari ekki ögn fram, þó heyrnin versni og suðursæknin* verði áberandi....? Allavega held ég að verðmætamatið skáni....

* = sú tilhneiging líkamans að sækja í suður eftir því sem árin færast yfir, brjóst, magi, augnlok, o.s.frv.....

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 27.12.2007 kl. 22:50

2 identicon

Mér finnst fyrirheit þín aldeilis fín.

 Gleðilega Jólahátíð

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 07:09

3 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Guðnýanna mín, þú ert alger nýmóðins nýyrðasmiður, mér datt ekki annað í hug í byrjun færslu, að suðursækni væri sókn í suðurlönd, suðursyndromið sem ég er illa haldin af, þegar líða tekur frá áramótum.

Sólveig Hannesdóttir, 28.12.2007 kl. 15:42

4 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Sæll vertu Þórarinn.

   Þakka þér fyrir heimsóknina, en ég er hræðileg með fyrirheitin, en það má alltaf slá um sig í bjartsýnisbylgjunum, en hvernig mér tekst að efna fyrirheitin, það er aftur annað mál og oftar ekki tekist.  En ég læt það ekki mala mig. Maður svona þráast við.

Sólveig Hannesdóttir, 28.12.2007 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband