VIÐBURÐUR TÍMAMÓT

   Það tók að rökkva, kvöldbirtan náði ekki að lýsa inn litla opið á hellinum.  Ambáttin Salóme lýsti upp stallinn, með handfylli hálms, heitum kolum, blés hún lífi í hellinn, sem brátt lýsti sem morgunn. Olíulampann setti Salóme á syllu í hellinum, áður er hún gekk að brunni Salomons, til að sækja vatn, hagræddi hún Maríu.

   Okkur leyfist ekki að gagnrýna Jósep núna, en hann var illa haldinn af áhyggjum, gat ekki meir vegna kvíða, feður eru oft þannig þegar að þessari stund er komið, hann gat í mesta lagi haldið í höndina á Maríu í þessari klípu, að honum fannst.

   María var á aftur á móti ein, jafnvel  þó haldið væri í hönd hennar.    Salóme kom inn með vatnið, sagði nokkur hvatningarorð. Þau voru óteljandi börnin sem  hún hafði tekið á móti í þennan heim, þjáning Maríu væri ekkert meiri en annara kvenna í sömu sporum, og eins og Guð hefði talað til Evu, eftir að hún syndgaði, og lagði á hana þjáningar, eins væri það með Maríu og aðrar konur.   Jósep var horfinn, hann gat ekki horft upp á þetta alltsaman, stóð ekki einu sinni upp við dyrastafinn, flýði frekar en að hlusta á grát Maríu.   En grátur hennar fylgdi honum þangað sem hann fór, og það var sem jörðin skelfdist.

   Óp Maríu voru þvílík, að þau bárust til "þriggja hirðingja, sem  gættu hjarðar sinnar út í haga"  spurðu þeir Jósep, gáttaðir á hrópunum, "það er sem jörðin hrópi", Jósep upplýsti þá um viðburðinn í hellinum. "Þú ert greinilega nýgræðingur í þessum málum" varð þeimm að orði.   "Já við komum frá Nazareth, hingað til Bethlehem til að láta skrásetja okkur"   við rétt náðum hingað fyrir fæðinguna.´


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband