22.12.2007 | 23:09
José Saramago
Portugalski rithöfundurinn José Saramago, fékk Nobelsprísinn 1998, fyrir skáldskap sinn. Hann er fæddur 1922. Skrifað mikið eins og vænta má, og hafa amk tvær verið þýddar á Íslensku. Bókin Blinda hefur verið þýdd hér, og Dauði Ricardo Reis, sem lesin var jafnframt í útvarpið. Hellirinn er ein bókin hans, ég held sú nýjasta, ég hefi ekki lesið þá bók, en aftur á móti lesið bókina Blinda, sem er mjög sterk og áleitin. Saramago er áleitin í skrifum sínum, er Katólskur, og einhver spenna er þar á milli, þe katólsku kirkjunnar í Portugal og hans. Ég hefi aftur á móti lesið umsátrið um Lissabon, þar sem hann flakkar um í tíma, og er hún alls ekki auðveld aflestrar. Ein bókin BALTASAR OG BLIMUNDA, en einnig ein, og er hún mjög falleg. Hann kemur einkennum þjóðar sinnar til skila í skáldskap sínum, alltaf með sálfræðilegar myndir í bókum sínum, og tekur það ca. 40 blaðsíður að byrja á bók, sem er 375 bls eins og tildæmis sú sem ég hefi skrifað í færslur mínar,"THE GODSPELL ACCORDING TO JESUS CHRIST". Hann er langorður, og skrifar ýmist í framtíð, nútíð, eða þátíð, verður mjög ljóðrænn, þar sem hann blandar þessu saman. En ég er í þriðja sinn að fletta völdum köflum úr þessari bók á Aðventu og stóðst ekki mátið að snara 40 bls. hingað inn, sem er ekki nema brot af þessari bók.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.