19.11.2007 | 22:52
Bæjarferð....
Mikið er nú annars gott að geta séð veðurspána svona fram í tímann. Nú bara verður skundað af stað niður Laugaveg og upp Skólavörðustíg, á morgunn, það er spáð góðu. Vinkona mín ætlar að kaupa kápu, hún segist vera búin að leita aaaalsssstaðar..... En ekki á Laugaveginum, svo ég auðvitað bauð mig fram til aðstoðar, ( stórnsemin varð ofan á hjá mér.), og það verður svona haustveður á morgunn. Kannske kem ég við á Skólavörðutígnum og kaupi mér Jólabol. Eiginlega er full þörf á þessu, við eldhúsinnréttinguna, ég sé eiginlega ekki annað en það sé bráðnauðsynlegt, það verður að vera eitthvað samræmi með húsmóðurinni og eldhúsinu, hún getur ekki verið þekkt fyrir að vera þarna til dæmis í einhverjum fötum sem hún hefur verið í áreftir ár. Eiginlega hefur þetta verið smáhöfuðverkur hjá mér, hvað mundi til dæmis klæða mig í væntanlegu hlutverki mínu innan um þessar útdraganlegu skúffur, Auðvitað yrði óskaplegur stíll í að vera í svona flaksandi pilsi meðan hún tekur danssporin á milli nýju tækjanna, (eru síðan 97, sem betur fer), það verða svona quik step sem hún tekur á milli Ískáps og eldamaskínu, og svo þarf nátturlega að teygja sig fallega að viftunni, og draga svo út skúffuna á hjólunum í bakaleiðinni, sveifla pottinum, upp úr og smella á eldamaskínuna með mjög faglegum hreyfingum. Já ég er eiginlega alveg staðráðin í því að æfa mig í þessum húsmóðurdansi, ég hefi verið alltof þunglamaleg og stynjandi undanfarin jól.
En ég held að nýr bolur geti nú alveg bjargað þessu......Svo er auðvitað fullþörf á nýjum varalit við
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.