AÐ HÆTTA AÐ FARA Í RÍKIÐ.....................

Það verður óskaplega leiðinlegt.  Svo leiðinlegt að grípa einhverja Rauðvíns-flöskuna, bara svona útí loftið um leið og við kaupum þvottaefnið.

Ganga um með kerruna, í þrengslunum, og kaupa bara það sem hendi er næst.

Ekki nokkur einasta stemning.

Við tölum ekki lengur um besta ríkið, eða bestu þjónustuna, eða bestu upplýsingarnar sem við fáum svo oft.

Hittum engann afgreiðslumann sem hefur virkilegan áhuga á því sem hann er að selja.

Þetta er enginn almennileg menning, að ætla sér að breyta þessu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ég er sammála þér, frænka, eins og svo oft. Sérbúðir eru sjarmerandi, stórmarkaðir ósjarmerandi. Vínbúðir eru uppáhaldsbúðir mínar á Íslandi, fyrir utan bókabúðir og ostabúðir. Ég held að fólk sem sækir fast að geta keypt Valpolicella í Krónunni, haldi að verðlagið breytist við það, - að það verði eitthvað í líkingu við Danmörku og USU. Dream on, elskurnar mínar, get real.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 3.11.2007 kl. 23:42

2 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Þetta er það sem sumir vilja,ég hélt að þjónustan væri á allan hátt betri í Ríkinu.Unga fólkinu finnst við sem viljum halda í gamlar hefðir vera hreint og beint steinrunnin,og það er í lagi.

María Anna P Kristjánsdóttir, 4.11.2007 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband