31.10.2007 | 12:54
KIRKEGAARD OG DISRAELI
Life can only be understood backwards,
but it must be lived forwards. (Sören Kirkegaard)
My idea of an agreeable person is a
PERSON WHO AGREES WITH ME (Benjamin Disraeli)
Mikið lifandis ósköp og skelfing (Gamalt orðtæki mitt og Guðnýar Önnu, sem er afar torskilin samsetning nema maður þekki til.) er gaman að sjá svona stuttar setningar sem spekingar eru búnir að þjappa niður í eitthvað sem ég skil..... svona einföldun. Eg sjálf kemst einhvernveginn betur af ef ég einfalda hlutina, einfalda trúna, einfalda barnauppeldið, einfalda þetta og hitt, það er ekkert flóknara en það. Að mínu mati er mjög einfalt að einfalda trúna til dæmis, en ég fer ekki nánar út í það, eins og Kristján heiti ég Ólafsson, mikill vinur minn. Fátt fór jafnmikið í taugarnar á mér meðan ég var útivinnandi eins og að sitja fundi þar sem flækjur urðu sífellt flóknari og flóknari eftir því sem á fundinn leið. Ég ætla að geyma mér það efni.
En af því að þessar segulupphengingar mínar voru komnar af ísskápnum, og útí minn glugga, og ég rakst á þær langaði mig svo mikið að setja þær hér inn. Ég held því ekki fram að þetta séu ný sannindi enda þessir menn löngu farnir. En ég þarf bara á svona einföldun að halda svo oft.
Athugasemdir
Mikið lifandis ósköp og skelfing er gott að fá svona setningar á skjáinn sinn. Það er voðalega fátt sem ég trúi á (svona í orðsins fyllstu merkingu...) nema einfaldleikann. Flækjustig mannlegra samskipta getur orðið manni ofviða. Samt hefur maður unnið við þetta alla sína hunds- og kattartíð. EN, ég gæti það sennilega ekki, nema af því að ég er gjörn á að einfalda hlutina og hjálpa fólki sem hefur tilhneigingu til flækju að einfalda. Sælir eru einfaldir í anda....
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 3.11.2007 kl. 23:39
Guðný mín, ég fór á bokasafnið á föstudaginn, bókin Hildar var í vinnslu eins og þau kalla það. Tók aðrar í staðinn. Ég ætla að lesa Hildi.
Sólveig Hannesdóttir, 4.11.2007 kl. 14:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.