30.10.2007 | 17:10
TÍMAMÓT Í VISSUM SKILNINGI LÍKLEGAST LOKAKAFLI
Annars veit maður það aldrei. Það eru ótrúlega oft gerðar framhaldsbækur á eitthvert efni sem á að vera lokið.
Alla vega er þetta lokaþjónusta eldhúsinnréttingar minnar í víðum skilningi. Hefi verið að reyn að selja hana, eins og fram hefur komið, en ekki gengið.
En ég kvartaði eitthvað smá við góða vinkonu mína sem er frístundamálari, mjög góð að mínu mati, hefur bara verið að bjástra ýmislegt annað í gegnum tíðina..Mikil bjartsýniskona..Ég var eitthvað að væla yfir eftirsjá þessara spýtna, og hún var ekki lengi með lausnir á þessu. "Elskan mín taktu bara einn hurðarhún og geymdu hann", mér fannst það ekki mjög merkilegt, og velti fyrir mér hurðarhúnunum, hef alltaf verið með' ótrúlega uppúrveltinga á hlutum, (Ég er samt ekki verst af fjölskyldunni). Svo hún bætti við að vörmu spori, þar sem hún er mjög fljót að kveikja á sinni peru. "Blessuð reyndu að koma út hurðunum!!!!" Ég hugsaði, er hún eitthvað að gefa sig, "Já það er kona sem málar málverk á hurðir, litlar hurðir". Mikið var ég efins með þetta en horfði á þessar gersemar og sá að þarna var einhver kona, sem kunni að endurnýta, og endurnýtingargenið mitt fór fljótlega að kvikna.
Hringdi í Pétur Gaut listmálara (Við erum saman í andófshópnum á Njálsgötunni sem benti mér á þessa ágætu konu, Sigrúnu Sæmundsdóttur, listmálara. Sigrúnkom í gærkvöldi og tók allar hurðirnar 14 stykki, og hillurnar, setti allt a weaponinn sinn, og ég held að hún hafi verið ánægð.
Sjálf er ég svo ánægð með að hurðirnar mínar lenda hjá einstaklingi sem á eftir að nostra vð hurðirnar sem ég hefi svo oft málað sjálf. Ég tók loforð af Sigrúnu, hún ætlar að senda mér boðskort á hurðasýninguna, "Og hver veit nema ég kaupi svona eins og eitt stykki Hurð"
Get þess í leiðinni að Sigrún er með sýningu á teikningum í Grafiksalnum í Hafnarhúsinu.
Athugasemdir
Sniðugt,ég er ein af þeim sem ekki hendir neinu geymslan hjá mér er að fyllast .
María Anna P Kristjánsdóttir, 30.10.2007 kl. 18:39
Sæl María mín, en við Gulla efndum til sölu í Kolaportinu, og ég uppgötvaði að ég var ekki með kaupmannsgenið úr móðurættinni, ég held bara að ekki nokkur maður nema við mæðgur hafi tapað í Portinu nema við. En annað var við sáum eftir öllu.....
Sólveig Hannesdóttir, 31.10.2007 kl. 12:59
Það er ekki nógu gott að sjá eftir öllu,maður verður að horfa frammávið segi ég sem geymi allt.
María Anna P Kristjánsdóttir, 31.10.2007 kl. 22:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.