tímamót næstsíðasti kafli...

Allt í rúst!!!!!!! Ég er eiginlega alveg búin að jafna mig.  Það lagaðist heil ósköp, eftir að hafa setið við tölvuna í tvo daga 4 tíma í senn, við það að reyna að selja þetta sem losnaði um í eldhúsinu.

   Eftir þær niðurstöður að ekki nokkur maður vildi kaupa þetta, og heldur ekki "fá gefins", þá er þetta bara til þess eins að setja út á pall.  Þessi pallur snýr útað götu, svo núna er ég bara eins og allir aðrir með búslóð úti og aðra inni.  Ég er eiginlega núna fyrst að vera manneskja með manneskjum sem er að fleygja.  Þetta er mjög ólíkt okkur hjónum.   Það sem fylgir þessari stöðu hjá mér, er að fleygja bara ekki öllu út, en reyni að passa mig.

   Baldvin kom áðan, og er farinn að stauta. Hans uppáhaldsstundir eru að fara á bókasafnið, og er enginn smástafli sem hann fær lánað.  Tommi og Jenni hafa vikið.

   Sólveig Anna lærði nýtt orð í leikskólanum, ég er "hugmyndamanneskja".

   Salvör Sesselja er farin að ganga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband