27.10.2007 | 10:51
TÍMAMÓT KAFLI III.
Það er ekkert sem heitir eldhús í dag, þetta eru niðurbrot og rústir einar.Fór á hamborgarastað í gær með Bibba og Jóhönnu, það var bara ágætt en frekar dýrt. En það lagast. Ég er mezt hrædd um að ég þurfi alltaf að vera elda eitthvað svakalega fínt, sem ég er eiginlega hætt að nenna, en kannske ég fari bara að gera það uppá nytt.
Athugasemdir
Ég skal senda þér exótískar uppskriftir, honey! Ég var að læra ýsu í kaffi, en ég held að vinur minn sem gaf mér hana, hafi bara verið að djóka í mér....(Ekki segja honum, en ég ætla að prufa....)
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 30.10.2007 kl. 23:34
Mér veitir ekki af því svo sannarlega. Heldurðu að ég hafi ekki farið að grisja í mataruppskriftunum. Þetta lítur allt saman mjög vel út.
Bakarofninn kominn útá gras við hliðina á sandkassanum. Uppþvottavélina gaf ég. Við Friðbjörn mjög ánægð. Komum til með að vígja eldhúsið með soðningu, viftan verður prufukeyrð með signum fiski og vestfirsku mörfloti fyrir mig og venjulegu fyrir Friðbjörn.
Engin uppskrift, varðandi signa fiskinn, bara eftir smekk.
Sólveig Hannesdóttir, 1.11.2007 kl. 15:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.