BERLIN MORGUNN HINN OG HINN OG HINN

Það er stórkostleg tilfinning að hugsa til þess að vera í Berlín eftir hádegi á morgunn. Mér finnst sú borg mergjuð. Uppfull af einhverju sem hrífur mann, þe mig. Við vorum þar fyrir tveim árum og gistum í íbúð í A-Berlín. Þar var einhvernveginn sagan, og auðvitað er hún þar allsstaðar. Nefnilega saga okkar sem ennþá lifum, saga styrjaldarinnar seinni, á hverju horni.  Saga nútíðar, hvernig þeim hefur tekist með byggingarlistina í kjölfar allrar eyðileggingarinnar. Saga bjartsýni, "hvernig var þetta hægt?" allt saman. Saga sameiningarinnar sem var ekki svo lítið mál, þe saga sameiningar A- og V- Berlínar, sem gekk stirðlega. Í orði hét Berlín Austur og Vestur Berlín, lengi eftir sameiningu og heitir í orði enn.   Það er svo margt sem gerðist í Berlín, mikil örlagasaga. Þar fyrir utan er borgin eitthvað svo "heit", "lifandi", og mikið stuð í andrúmsloftinu........

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Nákvæmlega, mæl þú manna heilust. Góða ferð til Berlínar; þú verður með marga góða ferðafélaga, m.a. Guddú mína og Viðar, - góða og kæra vini, - og hann Halldór Kolbeins lækni, góðan samstarfsfélaga og lífsins félaga til margra ára og konu hans, Hildi. Einnig verða þarna Ingi Þór og Hanna Birna, kunningjahjón til margra ára. Og svo þið og Jón Þór og Vala. Hvernig stóð á því að við erum ekki líka bara, þó við séum nýbúin...??!!  Semsé góða ferð, elskuleg.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 11.10.2007 kl. 22:08

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Já Berlín kemur skemmtilega á óvart.

Mosi hefur verið með aðra löppina meira og minna í Þýskalandi nær þrjá áratugi en drap niður fæti fyrst núna í vor. Þá hafði mikið vatn runnið til sjávar.

Ótrúlegt hve þessi borg býður upp á mikla fjölbreytni, og örstutt að ganga í stórum skógi vestur af Brandenborgarhliðinu. Það er hreint æðislegt að skoða tré ekki síður en lesa hús.

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 17.10.2007 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband