Nýbúinn og Íslenskan.

Sem betur fer er umræðan um Ástkæra ylhýra málið mikil á blogginu.  Ómar skrifar langar athugasemdir á blogginu sínu, og er síðast í gær með alveg einstaklega góðar skilgreiningar.

   Sem nýbúa-amma, er ég soldið dolfallin yfir því álagi sem þetta er fyrir þau að fara í gegnum, og þetta gerist ekki fyrirhafnarlaust. Við erum öll að reyna leggjast á eitt með að leiðrétta þau og er það heilmikið fyrir þau að fá þessar endalausu leiðréttingar.

   Baldvin Þór sem er 4ra ára sonarsonur, er aftur á móti ekki nýbúi, en er alveg ákveðinn í að læra að lesa, hann er að mínu mati, "óskaplega skemmtilegur", og er núna að lesa fyrir foreldra sína á kvöldin.  ´´Eg er ekki viss um að ég hefði haft þá þolinmæði, en hann er mjög vandvirkur í lestri sínum og er mikið í mun að vera með áhersluríkan framburð... Ég hlakka til að heyra í honum, og held að gott væri fyrir nýbúana mína að hlusta á hann.

   Í gærkvöldi fór ég yfir Guðspjöll s.l. Sunnudags, og ætlaði pæla í hveð Vilhelm þyrfti að fara í gegnum í Hallgrímskirkjunni, þau voru með eindæmum þung, og ég fór að spekulera í hvernig presturinn mundi fara í gegnum þetta með krökkunum. Ég hugsa ennfremur um hvað það er mikið sem er tyrfið, í Íslenskunni. Mér dettur í hug hvort ekki sé tímabært að huga að t.d. Íslenskukennslunni, allsstaðar, í Sunnudagaskólanum, í fermingarundirbúningnum, í skólanum og allsstaðar, líka í fótboltanum.    Við erum öll ábyrg, og umfram allt að vera almennileg við fólkið sem vinnur hér og þar, pirringur gagnvart þeim er slæmur gjörningur.

   Jóhanna Dís, heldur áfram að læra um hvað er brum, ljóstillífun, súrefnisefnaskipti, og koltvísýringur, það er ekkert smávegis að takast á við.  Veit 9 ára barn hvað súrefnisefnaskipti eru.

Það er bara ekkert ólíkt orðinu Þjóðræknisflokkur sem til var upp úr aldamótunum, ekki seinustu heldur næstseinustu............

Nauðsynlegt er að vita hvað súrefnisefnaskipti eru, en mér persónulega kemur ekkert við hvað var þjóðræknisflokkur, hvað þá 14 ára unglingi......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Mikið er þetta bráðþroska lið í kringum þig, sollan mín sæl!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 25.9.2007 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband