FYRRVERANDI SPAUGSTOFA.

Ég gaf mig á laugardagskvöldið, ég hafði ætlað mér að vera í fýlu í vetur vegna uppstokkunar vina minna spaugstofumanna.  En eitthvað voru þeir máttlausir mennirnir þrír, það vantaði eitthvað upp á stemninguna hjá þeim sjálfum. Þeir voru Randverslausir, það var ekki hjá því komist að sjá það.

   Ég vona bara að þeir komist í gegnum þessa kreppu sem þeir eru í. Þetta er svo áberandi, blátt áfram pínlegt.  Sigurður Sigurjónsson komst klakklaust frá þessu, fannst mér, blessaður karlinn, hann heldur greinilega utanum þetta allavega í útsendingu.

   Ég sakna rónanna á Arnarhóli......, Arnarhóll er ekki svipur hjá sjón, eftir að þetta var kllippt út, Ingólfur Arnarson ósköp einmana þarna á hólnum, en svona er þetta samt........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Nákvæmlega, þeir voru gersamlega Randvers - og máttlausir og eitthvað voðalega langt frá sjálfum sér, m.a.s. söngatriðið var blóðlaust og rýrt. Arnarhóll má nú bara jafnast við jörðu þegar Bogi og Örvar eru ekki þarna með sína guðdómlegu speki.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 24.9.2007 kl. 21:56

2 Smámynd: Hannes Heimir Friðbjörnsson

ég veit að ég er leiðinlegur, en mér finnst Spaugstofan ekki geta versnað, alveg sama hverjum hefði verið hent út. En svona er þetta bara, ég set samt nokkur spurningarmerki við brotthvarfið. Spaugstofan hefur engu gleymt í 20 ár, ...en ekkert lært heldur.

Hannes Heimir Friðbjörnsson, 25.9.2007 kl. 09:38

3 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Nohh, gaman hvað frænka mín er hvöss í þessu máli, ég hélt bara að ég hefði verið í fýlu, meðan ég horfði.  En Hannes Heimir, hvenær hefur þú verið leiðinlegur?????? ég hefi bara aldrei heyrt það, en alltaf ertu jafnhreinskilinn.....og ég ætla að hugsa um þessa athugasemd þína.

   Spurning um framtíð Arnarhóls???

Sólveig Hannesdóttir, 25.9.2007 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband