Nýbúi

Það er örugglega ekki það einfaldasta að vera nýbúi á landinu okkar.  Ég fer að trúa því að tungumálið okkar sé eitt af því fallegasta á jörðunni.  Margir hafa haldið því fram, ég hefi reynt að vera sveigjanleg í þessu, þar sem ég veit ekkert um austurheiminn. Kínverska hlýtur að vera falleg ef maður er svo lánsamur að skilja ritmálið þar.  En latneskur drengur, sem fer í skyndipróf í samfélagsfræði, og á að skýra mun á "þjóðræknisflokki og heimastjórnarflokki", hvernig getur hann það?  Mér varð ekki um sel, þegar ég las þetta ég verð að segja "torf".

   Þessi samsettu íslenzku orð eru útaf fyrir sig afar falleg, þegar betur er að gáð, en ég er ekki viss um að þetta sé til í latnesku máli, en mun athuga það, en falleg orð eru þetta það vantar ekki, en kannske er það ekki nóg, ef við viljum áfram halda íslenzkunni að nýbúum. Einhverntíma hefði það þótt gott að hafa orðaskýringar með þessu, eða bara einfalda glósubók.   En það sem var einhverntíma er ekki núna..........En alla vega er tungumálið flókið.  T.d. er orðið "ljóstillífun" orð sem 10 stelpan mín var að skrifa, en flóknara var að skilja þetta orð, sem komið er úr nokkrum orðum, þar hefði þurft glósur...En baráttan heldur áfram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

On we go, babe.....

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 24.9.2007 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband