MARTA MARTA ÞÚ MÆÐIST Í MÖRGU...

þap soldið skemmtilegur sunnudagurinn hjá mér, nú var Vilhelm Þór við sína fyrstu messu á Sunnudaginn, ég hafði sem fyrr mæðst í mörgu, og fannst þetta engan enda taka. Fjölskyldumynstrið heldur betur að breytast, en guðspjall dagsins var Lúkas 10.38-41.

Á ferð þeirra kom Jesús í þorp nokkuð og kona að nafni Marta bauð hon um heim. Hún átti systur er María hét, og settist hún við fætur Drottins og hlýddi á orð hans. En Marta lagði allan hugá að veita sem mesta þjónustu. Og .hún gekk til hans og mælti: ;Herra hirðir þú eigi um það, að systir mín lætur mig eina þjóna gestum? Seg þú henni að hjálpa mér."

En Drottinn svaraði henni: Marta, Marta þú ert áhyggjufull og mæðist í mörgu, en eitt er nauðsynlegt María valdi góða hlutskiptið. Það verður ekki af henni tekið.

EN erum við ekki margar Mörturnar, sem gefum okkur ekki nægar friðarstundi, einverustundir til að hlúa að hugðarefnum

 

 Erum við ekki líka margar Mörturnar sem erum svo oft að bjarga einhverju finnst okkur og redda og stjórna. Ég er mjög viss um það. Og við Mörturnar erum svo flottar líka, og alveg eins guði þóknanlegar ég er alveg viss um það. Ég ætla að taka mér frí frá Mörtusyndrominu í nokkra daga, Fá hana litlu Sólveigu mína sem vil að ég sé bara með henni í afslappelsi hér heima að horfa á barnaefni fyrir 3ja ára börn. Kannske hrærir hún í ommelettu sem ég brasa, en hún er nýbúin að læra að hræra omelettu á leikskólanum. Svo fær hún líka súkkulaðikúlur örugglega Þe Kókopuffsið, sem  foreldrum hennar finnst óhollt, en ég segi að megi koma í stað súkkulaðis eða annars narts. Hún gæti viljað fara sópa pallinn, og drífa sig í eitthvað annað, og þetta er svo gott afslappelsi svo gæti hún viljað að fara kúra og kela yfir þessari dýrð með ömmu í að gera ekki neitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Mér líst afar vel á Vilhelm Þór frænda minn - hvað fannst honum um messuna???? Og Sólveig, mikið er hún framtakssöm. Eplin falla sjaldan langt frá eikunum og stundum verða nöfnur svo líkar.... eða þannig.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 20.9.2007 kl. 22:36

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

    • Yndi....

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 22.9.2007 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband