SALTFISKUR ALA GÚSTI

Saltfiskur, útvatnaður, með beini.     

Rasp.

Olía eftir smekk.

Lárviðarlauf mulin.

Nokkrir tómatar, og laukur smátt skorinn.

Litlar kartöflur skornar í fernt eða sneiddar., settar á milli fiskstykkjanna, lítið salt og vel af pipar..

1 peli rjómi til tveir, fer eftir magni fisks og stærð forms, og pláss sem eftir er í formi......

Pipar, salt, olívur eftir smekk (mér finnst gott að hafa mikið af olívum)

Viský, sem er mjög nauðsynlegt, ekki er hægt að nota annað vín finnst mér, ég hefi stundum reynt að nota annað, þegar viský, er ekki til, en þá klikkar þetta.    175 m

Fat smurt m.olíunni, laukurinn settur í botninn (eða púrra ekki verra). Fiskinum velt upp úr raspinu

og lagður ofan á.  Inná milli fiskst .er kartöflunum raðað og tómötum ennfremur lárviðarlaufinu, helst ekki að láta það standa uppúr, það hitnar of mikið,.   Ofan á eru settar olívur, síðan rjóminn.

Sett inní ofn ég man ekki í hvað langan tíma, en að lokum er viskíinu slett útí, og haft inni í 7 mínutur. Þetta er frekar vinsælt. En með þessu er best að drekka rauðvín, allsekki hvítvín það passar ekki. Ef ekki rauðvín verður bara hver og einn að hlusta á sína bragðlauka, eitthvað gos, mér dettur bara í hug Pepsy Max, með klaka útí, það er líka ágætt, þegar útí það er farið..

Grænsalat með sem er með osti í. Pipar og salt á borði, ekkert gott að nota annað krydd,mér finnst best að nota spinat í salatið, er bragðgott með þessu, passar vel.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ég slefa svoleiðis svakalega, að ég þarf að skipta um smekk. Hvernig væri að gefa út bók með saltfiskréttum frú Sólveig? Ég skal teikna kápuna fyrir þig. (Mig vantar svo gasalega verkefni, nefnilega....)

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 19.9.2007 kl. 23:28

2 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Ég tek þessariáskorun Flott af fá teiknara að kápunni, en var einhverntíma ekki til fáni með saltfisk á sem einver góður maður gerði en é treysti þer, og svona til að bæta við aðnóg var nú breytt út af saltfiskinum á henni Mjoeyrinni í ekki bara den, heldur denden.

Sólveig Hannesdóttir, 20.9.2007 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband