15.9.2007 | 17:16
OF STÓR SKAMMTUR........
Madeleine-málið er að verða mjög átakanlegt og stórt um sig. Ég verð að segja það að ég er mjög óánægð með hvernig íslenskir fjölmiðlar fjalla um þetta mál, í rauninni alltof lítið, núna þessa dagana. Ég er nýkomin frá Noregi þar sem mjög ýtarlega er fjallað um þetta, ekki daglega en þegar það er þá er það skv. nýjustu heimildum. Aftenblaðið norska er með mjög stóra grein, þar sem rök beggja landa fá jafnstórt rými í blaðinu, sitthverja síðuna, samtals ein opna á besta stað í blaðinu. Þjóðirnar nota aðferðafræði síns eigin lands, sem er skiljanlegt og eru þjóðirnar mjög ólíkar. Vitað er að Bretar eru harðir í horn að taka, þeir eru alltaf með stórveldisattitudið, það er ljóst, og Portugalar oft í vörn þegar um Breta er að ræða, þar sem þeir eiga stóran hluta í Algarve, og einhver andleg togstreita er milli þessara landa.
Ljóst er að þessi tvö lönd áttu strax að vinna saman að þessari rannsókn, en ekki í sitthvoru lagi. Ég skil ekki vegna hvers hjónin voru ekki strax sett í stöðu grunaðra einstaklinga, nema vera skyldi vegna hjartagæsku Portugala, sem er mér kunnug. Með öllu er óskiljanlegt vegna hvers tvíburarnir vöknuðu ekki við skarkala lögreglunnar þegar hún var kölluð til vettvangs, þeir hafa örugglega ekki farið mjög hljóðlega, sem mér er einnig kunnugt, það heyrist vanalega í þeim. Fram kemur í Aftenbladet að Móðirin hafi hringt strax í fréttastofuna bresku, áður en hún hringir til lögreglu staðarins. Það kann að vera að hún hafi ekki treyst þeim... en það er ekki mitt að spekulera í, en það er alveg vita ómögulegt ef heimsfréttir eins og þessari eru ekki gerð meiri skil. Okkur kemur þetta við. Það fór það mikið í gang í fyrstu, með söfnunina hér og þar, og framhaldið verður að vera eftir því. Dagblöðum ber skylda til þess.........
Athugasemdir
Interessant að skoða þetta dálítið í ljósi ólíkra samfélaga. Ég hef lítið fylgst með þessu, sá einungis skrif um nýjustu "vísbendingar" um svefnlyfjanotkun. Ég veit hvorki hvað snýr niður ellegar þá upp í þessu máli. What els´s new?
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 16.9.2007 kl. 21:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.