5.9.2007 | 22:07
Glefsur
Annars var nú Benny gamli Goodman, búnn að spila sig inní eyru okkar unga fólksins, á þessum tíma og Glen Miller, eftirstíðsárin, að ég tali nú ekki um Lois Armstrong, Count Basie og þeir stórkostlegu menn, með sveiflurnar sínar og swingið, en allt fór af stað með Presley. Það var líka mjög góður jarðvegur hér í Reykjavík fyrir erlenda menningu, við áttum leikhús, og við áttum Óperu (Þökk sé Guðlaugi Rósinkranz), svo þetta var sjálfsagður hlutur að taka við þessari nýju sveiflu, sem var svona rokkuð í rythmanum. Bróðir minn var fljótur að meðtaka þetta þrátt fyrir ungan aldur.
Ég nefndi málarana sem voru hugrakkir og héldu á ný mið og meðtóku nýjar stefnur. Það verður ekki sagt um þá að þeir hafi verið borgaralegir frekar en skáldin. Ég leyfi mér að nefna nöfnin Tryggvi Ólafsson, og Hreinn Friðfinnsson, fleiri eru þeir en þetta nægir, langfrá því að vera borgaralegir í den. Ég var aftur á móti mjög borgaralegur einstaklingur, og stóð auðvitað í þeirri meiningu þá að ég og mínir líkar rækjum þetta þjóðfélag af stakri ábyrgð, sem workaholic............., ég verða að nefna Alfreð Flóka, sem var eiginlega að mínu mati ofurmenni, og mikið lifandis ósköp og skelfing voru þetta skemmtilegir einstaklingar.
Ljóðið sem ég skráði inn í gær tileinka ég dóttur minni Gullu Rún, sem lagði alltaf ríka áherslu á hvernig litum konur klæddust, þegar hún var sjálf lítil, og kom hún mér stundum í bobba fyrir hvað hún gat verið opinská.....fannst mér þá, meðan ég var ennþá borgarleg......
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.