GLEFSUR

   Einhvernveginn er mér svo oft hugsað til sjötta áratugarins Rvíkur, og upplifi hann sem mjög byltingarkenndan, verður svo oft hugsað til tónlistarinnar sem var að brjótast fram og breytast, verandi búin að hlusta á eftirstríðstónlistina, sem var frekar lítið krefjandi í hlustun. Bing Crosby, Dean Martin, Alfred Clausen, og fleiri góðir menn og konur, með þessar mjúku raddir, og tónmynd laganna ekki mjög flókin, svona eftir á að hyggja.  Í dag er svo aftur ágætt og skemmtilegt að hlusta á.  En byltingin kemur með Elvis Presley, fólk fer að hrista sig, og mjög margt leyfist í túlkun allrar í kjölfarið, allur dans breytist og það er eins og að allar tilfinningar fái að ryðjast fram í okkur sem þá vorum ung. Það verður í rauninni allt vitlaust meðal margra ungra, alla vega þeirra sem höfðu vott af taktmæli í skrokknum. Þetta kom víðar fram en í tónlistinni, það kom fram í stórauknu frelsi unglingsins, ungu kynslóðarinnar, hún bað ekki eins mikillar afsökunar á sjálfri sér, og varð djarfari í framgöngu. Fram koma listamenn á öllum sviðum, og ramminn springur, þessi þröngi rammi sem verið hafði settur af kynslóðinni sem var á miðjum aldri um þetta leiti.  Við eignumst þarna fjölda listamanna , sem eru hátt á sjötugsaldri í dag, þeir voru ekki beint borgaralegir í den, þetta voru konur og menn sem þorðu að ganga þessa braut, máluðu nýjar stefnur og ortu atómljóð, sem kölluð voru í den.Ég hefi nefnt bæði Guðberg Bergsson og Jóhann Hjálmarsson, og kem hér með eitt ljóð eftir Jóhann úr fyrstu bókinni hans gefin út 1956.

BARNIÐ OG DAGARNIR

Dagarnir koma hlaupandi

útur skóginum

og drukkna í vatninu

Lítið barn starir forvitnum augum

á konu með rautt hár

rauðhærða konu

með grænt epli

í gulum kjól

í gulum kjól.

                                                      Aungull í tímann, Jóh. Hj. 1956


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband