V/UMMÆLA BISKUPS

Það er það góða við biskupinn okkar hvað honum tekst að róta uppí okkur Íslendingum, það honum mjög lagið að koma við kauninn á okkur hérna. Ég er mjög ánægð hvað honum tekst upp í þessu. 

   Það væri lélegur biskup sem ekki segði eitthvað um þessa auglýsingu. Ég vil trúa því að þá hefði eitthvað verið sagt ef hann hefði ekki sagt neitt. Ég hefði orðið snargalinn ef hann hefði verið skoðanalaus, og að ég tali ekki um ef hann hefði verið ánægður.

   Við hin getum svo auðveldlega séð þetta frá öðrum hliðum, og ég er einlægur aðdáandi Jóns Gnarr, auglýsingin fannst mér úthugsuð, og eiginlega aflveg draumur, mjög vel unnin, og útpæld, og fyndin. Ég vil nú endilega trúa því að Kristur hefði notað svona síma, ef hann væri að vinna nú hjá okkur, ég vil hugsa innra með mér að hann sé bara á meðal okkar sem erum með síma, frá hvaða fyrirtæki sem er.

   Auðvitað er þetta mjög vandmeðfarið efni, ekki nokkur vafi, en þarna slapp þetta yfir í að vera nokkuð gott.

   Flott hjá biskupi að bregðast við þessu. Góður Biskup sem við eigum greinilega.

   En mér varð meira bylt við þegar Páfinn alltíeinu fór að predika um veraldleg málefni eins og að verja jörðina, ég segi nú bara "Mikið var að katólska kirkjan ætlar að láta til sín taka"  í þeim málum,og varð það heimsfrétt, um að Vatikanið ætlar að fara boða manneskjunni að fara gera eitthvað í málunum, bretta upp ermar............. En allt er þetta af hinu góða, og gott er að allir eru vakandi.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hannes Heimir Friðbjörnsson

Viltu ss að hann sé ekki á meðal þeirra sem eru ekki með síma?? En, góður pistill hjá þér. Katólska kirkjan segir nú bara hvað sem er til þess að fá jákvæða mfjöllun og fólk gleymi í smástund öllum sóðaskapnum sem er þar innanborðs.

Hannes Heimir Friðbjörnsson, 4.9.2007 kl. 16:41

2 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Jú ég vil að hann sé meðal okkar allra líka símalausu sem eru náttúrulega fáir, og flestir mjög aldraðir og þal þroskaðir í trú sinni, ég meina nú bara fólk eins og mig og þig, og okkar líka.

Sólveig Hannesdóttir, 4.9.2007 kl. 17:44

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Vinnan slítur svo í sundur dagana hjá mér, þessa dagana, að ég hef bara ekki séð þessa auglýsingu. En Jesúss minn, auðvitað væri Kristur að nota síma, tölvur, iPod og guð má vita hvað, væri hann mitt á meðal vor. Hversu oft er hægt að leggja nafn guðs við hégóma í einni setningu?

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 4.9.2007 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband