4.9.2007 | 02:27
'EG HEFI ALDREI ELSKAÐ JÖKLA
EG hef aldrei elskað jökla
en mér er hlýtt til kulda og frosts.
Veturinn hefur verið minn tími.
Mér líður best í litlum dimmum skotum
og þaðan gægist ég út.
Samt hefi ég fráleitt andúð á dagsbirtunni.
Mér finnst vænst um að eiga einlæga vináttu engra,
en það er síst á andúð á félagslyndi.
Ég sætti mig við að dauðinn sé alger
en hvorki tákn né von um endurholdgun.
Þetta er fráleitt óbeit á gangi lífsins.
Ég sætti mig bara við lögmál þess.
Ég hreyfi mig í fjötrum, þess vegna er ég frjáls.
Athugasemdir
Talandi um víðsýni og jákvæðni....
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 4.9.2007 kl. 20:45
Gleymdi höfundarnafni, sem er alger hneisa en þetta er Guðbergur.
Sólveig Hannesdóttir, 4.9.2007 kl. 21:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.