4.9.2007 | 02:11
Parísarmynd
Stundum drakk ég Pernod ásamt Lautréamont
hjatrúarfullir vindar fóru um stéttarkaffið
Bókabúðirnar skörtuðu Eluard
Gare du nord var þakinn margkyns fólki
Sigurboginn hrundi ekki hvað sem á gekk
Borgarlestin hveinaði undir fótum
Við sáum hljóðbylgjur kvöldins hremma nýjar götur
og ljós kvikna eins og tóna lírukassans
Athugasemdir
Oh, dásamleg mynd, kannast við stemmninguna...og elska hana. Eftir hvern er þetta?
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 4.9.2007 kl. 20:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.