Jóhann Hjálmarsson Úr ljóðabók Undarlegir fiskar 1956

 

GRÁ HÚS:

grárri en morguninn

grárri en himinninn

grárri en vegurinn sem við gaungum

 

Í þessm húsum eigum við heima

í þessum húsum sem eru rauð eins og blóð Krists

rauð eins og blóð hans sem litaði hvítan krossinn

himininn yfir húsunum er líka hvítur í dag

og um hann þjóta fuglar

eins og naglarnir sem þeir notuðu

er þeir festu hann á krossinn

og í garðinum vaxa blóm eins og tár móðurinnar

og hafið er eins og iðrun Júdasar

þegar hann reikaði útí endalausa nóttina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband