Grunnskólinn í Austurbæjarskóla versus Grunnskólinn í Portugal

   Fröken Jensen, og Vilhelm Þór Valsari eru nú komin í skólann sinn í Reykjavík, og er eiginlega alltsaman þar öðruvísi en í Portugal, þar sem þau hafa verið í skóla s.l. 10 ár Villi og Jóhanna öðru nafni frk Jensen, s.l. 4 ár. Villi hefur aldrei ávarpað kennara sína í Portugal nafni þeirra, þeir eru nefndir hr. og frú kennari, eða jafnvel Dotore, jafnvel þó þeir séu alsekki doktorar, en komin einhver hefð á að kalla þá doktora gegnum tíðina, en eitthvað er þetta að breytast.

   Villi hefur heldur aldrei upplifað það að prestur í krikju bjóði honum í pitsu, með hinum krökkunum sem eiga að fermast í vor.

   Villi kannast heldur ekki við það að hægt sé að fara í nokkurskonar skemmtiferð með fermingarbörn eins og Vatnaskóg.

   Þetta er mjög gaman fyrir ömmu Sollu sem ekki hefur fylgst með skólamálum á Íslandi, en aftur á móti meira í Portugal. Gaman að fá svona viðmiðun. Villi hefur hitt í skólanum Portugalska stráka og Jóhanna Dís er með portugalskri stelpu í bekk.

   Það verður spennandi að fá pabba þeirra heim í byrjun september.  Ég breytti hringingunni á símanum mínum í gær, nú er ég komin með LATIN ROCK, það veitir ekki af að setja smá latindropa í blóðið núna, 3 latin í fjölskyldunni núna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Hvað það er gaman í mínum bekk núna; var að koma heim og mína bíða heilu síðurnar af æðislegum bloggum....!! Giggidígúgg. Bið rosalega vel að heilsa fröken Jensen og Villa Jensen líka, það er eins gott að íslenskt skólakerfi standi sig. Hlakka ekki aðeins til að lesa síðustu færslur þínar, frænka kær, heldur og að hitta mitt góða fólk a la Hlégerði & Barónstíg; aldrei verið leiðinlegt fólk það. Upgrade your email with 1000's of cool animations
Upgrade Your Email - Click here!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 1.9.2007 kl. 00:17

2 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Guðýmín takk fyrir það, en nú er ég að efna til dömuteitis, mjög bráðlega eftir að ég kem frá fjögurra daga ferð til Noregs, ég þerf eiginlega að koma mér upp svona seríum eins og þú ert með.

Sólveig Hannesdóttir, 1.9.2007 kl. 03:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband