Veður

Ég er alltaf jafn hissa hvað ég verð lítið vör við veðurbreytingar, það er helst að ég finni það þegar ég þarf að finna einhverja aðra yfirhöfn en í gær. Geri mér enga grein fyri afhverju þetta er svona með mig. Er ennfremur mjög gleymin á veður, allavega þarf ég að setjast niður og hugsa mjög mikið.

   Ég hugsaði mjög lengi um hvernig veðrið var í fyrra, en var frekar heppin, ég hafði talið dagana sem uppstytta var, og þeir voru 3. Ekki sem verst.

   Það góða við að búa hér er það að við búum við þann efnahag Íslendingar að við kaupum bara sólina með því að fara utan, og erum alltaf jafndugleg við það, sem betur fer. Mjög margir eru fegnir að koma heim, og er jafnvel farið að leiðast í 3ja vikna sólskini. Ennfremur er hópur sem er mjög ánægt ef kemur góður rigningardagur í útlöndum, og verða þá bara yfir sig kátir, sjóða frosna ýsu, og bæta á hana mörfloti sem þeir laumuðu í töskuna. Svona er þetta misjafnt. Ég aftur á móti er eins af þeim, sem vil helst alltaf vera lengur, vil gjarnan fara heim og kíkja á barnabörnin mín, en fara aftur, þetta truflar mig samt ekki, þar sem ég veit að við höfum öll val. Þennan sterka vilja sem við komum með okkur í þennan heim. Viljinn er sterkt afl.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband