7.10.2011 | 17:31
Að ganga í sjóinn................
Kornung átti ég frænda, sem tók þá ákvörðun að taka sitt eigið líf á þennan máta"Að ganga í sjóinn". Ofurforvitin krakki, sem sperrti enn meira eyrun, þegar ég heyrði þessu hvíslað. Ég man að ég spurði móður mína, hvað það væri, afhverju, og hvernig.
Móðir mín, reyndi að eyða þessu, en henni tókst ekki að eyða þessu úr vitundinni.
Ég tengdi þetta grunnri fjöru, það voru auðvitað engir möguleikar að ganga í ölduganginn og grjótið á Barónsstígnum, eða Laugarnesi. En þegar ég kom að Ægissíðu, ákvað ég að þetta væri staðurinn, sem hægt væri að ganga í sjóinn. Minnist mannsins ævinlega, þegar ég ek um Ægissíðuna. Ég held að barn, viti ekki nákvæmlega hvað felst í því að taka eigið líf. Hversu stórt skref það er og alvarlegt. Og ég get engan veginn myndað mér skoðun á, hvernig á að pakka þessu inn fyrir lítið barn................Held að það sé bara ekki hægt. Barn hefur engar fyrirætlanir varðandi það, að þessháttar verk takist, né vit á, að aðeins andartak er, á milli lífs og dauða..
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.