Forysta.

   Ég hef alltaf vanskilið þetta orð, eiginlega hefur það farið fyrir brjóstið á mér í gegnum tíðina, ég held endilega að fólk í forystu sé ekki endilega hæfasta fólkið, langt í frá.  Því miður. Þegar ég var barn í sveit, voru það allsekki bestu mjólkurkýrnar sem voru forystukýr í hópnum. Það var mér mikill lærdómur að komast að því.  Forystukýrin var jú ævinlega fyrst, hún einhvernveginn anaði áfram, án tillits til annara kúa. Þessi kú var nefnd eftir mér, þegar hún var lítil falleg kvíga, og var gífurlega lukkuleg með það.   Sem kýr tók hún stefnuna fyrir hópinn, var vel á sig kominn, bröndótt.  Mér sárnaði þessi asi á henni, og auðvitað gekk hún allar aðrar kýr af sér.  Ég var á hraða Búkollu, uppáhaldskýrinnar, róleg og silaleg var hún, enda mjólkaði hún gífurlega, og var þung á sér, eftir allan daginn á beit, og jórtri.  Ég dekraði við Búkollu kembdi og klappaði, þegar hún var kominn á básinn, og hún baulaði fyrir mig og hummaði í þakklætisskyni, enda vorum við síðastar inn í fjós. Þetta var stór hópur, um 25 stykki, með kvígunum.

  En kýrin nafna mín, var aldrei farsæl sem kú, þó hún væri forystukýr, hún reyndist mjólka illa, og ég ætlaði að sýna henni umburðarlyndi og umhyggju, en helv. á henni reyndist manníg með árunum.  Það varð því að lóga henni um síðir, ég man ekkert hver tók við forystunni, en allavega var það ekki bezta mjólkurkýrin, og engin af beztu mjólkurkúm fjóssins míns. Búkolla var gífurlegur heimsspekingur, hún var oft lúin, en ekki var hún forystukýr.

   Orðið forysta er hundleiðinlegt orð, alltaf er verið að nefna þetta orð í pólitískri umræðu, það þurfi sterka forystu, hér og þar.   Hvað með hina, sem vinna endalaust verkin á gólfinu, eins og við getum kallað það.  Eru flokkar þá ekki að leggja alltof mikinn kraft í þessa eilífu forystu.   Forystan brestur svo oft í flokkunum, og maður sér einn og einn hverfa úr forystunni bara si svona, að vísu með yfirlýsingur til að breiða yfir hlutina, ég tek það þannig.   Aftur á móti er ég mjög hrifin af orðinu, LIÐSHEILD..................


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband