18.3.2011 | 12:14
Vistunarmat?
Ég treysti ekki vistunarmatinu, þessu blessaða blaði, sem veifað er framan í fólk (næstum því), ef það ber sig vel í mati. Það væri athyglisvert að sjá autt blað RAI skýrslu, við eigum vissulega rétt á því, að fá að vita það. Ég hef ekki farið inn á landlæknisembættið en geri það á morgunn, til að athuga hvort það er hægt.
Ég er mjög fegin að Inigbjörg tók þetta efni til doktorsritgerðar, mjög fegin. En ég er mjög mikið á móti því að hjúkrunarheimili verði látin á gapastokkinn, hvað varðar rannsóknir á ummönnun og félagslegri þjónustu, ég held einhvernveginn að við Íslendingar séum nokuð meðvituð um það.
Það þýðir ekki annað en það, að við höfum skoðanir. Að mínu mati hefur á undanförnum 20 árum verið lagt gífurlega á það starfsfólk, sem sinnt hefur hjúkrun aldraðra, á einstaka stofnunum, og starfsfólk oft í vandræðalegri aðstöðu, starfsfólk jafnvel alls ekki ánægt sjálft, en hefur nú einu sinni svo tekið að sér að vinna þessi störf, og finna að það eru víða stíflur sem erfitt er að losa.
Ég viðurkenni að sjálf er ég hundleið á þessu mærðarvæli sem koma frá fagfólkinu okkar eins og " Við eigum að hugsa um gamla fólkið okkar, þau eiga það skilið". Mikið er ég hundleið á þessu. Við eigum bara að gera kröfur til þess að aldrað fólk sé ekki tekið á taugum, lítillækað, og lítilsvirt. Það hart að taka svona til orða, það er lítilsvirðing við einstakling að líta á frávik í hegðun sem rugl. Það er tekið á taugum ef það sefur ekki heilan svefn, og við erum lítillækkuð ef ekki er hlustað á verkjakvartanir. Og það er lítilsvirðing við aldraðan einstakling sem er verið að bjóða djús kl.21oo í sextugasta og sjötta sinn, sem aldrei drekkur djús, og segir "Ég er svo oft búin að segja ykkur það".
Það er líka greint út sagt móðgandi að heyra starfsmanninn segja við öldunginn sem talar virkilega fallega Islensku, "Ha? þú ekki vilja djús" ok vina...........................................
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2011 | 00:18
Rannsókarritgerðin hennar Ingibjartar Hjaltadóttur......................
Var eiginlega sjokk, en virkilega í tíma töluð. Vegna þess að ég fyrir mitt leyti. var farin að finna alvarlega misfellur í hjúkrun aldraðar, og ergelsi og áhyggjur í ættingjum aldraðra, á stofnunum..
Þetta er alvarlegt mál, og verður að taka á þessu strax. Og ef einhver mikill mismunur er á heimilum, þá afhverju, í hverju liggur mismunurinn. Og hvað er þá RAIÐ, það mat sem stuðst er við annað hvert ár eða allavega reynt. Ingibjörg fer smávegis inn á vistunarmatið, og ég gat ekki betur fundið að það væri ekki nógu gott, við sendum einstaklinga allt of seint inn, og er þá þetta blessaða vistunarmat okkur til fyrirstöðu, sem viljum bara komast inná heimil,þó við séum ekki nógu léleg, eða illa haldin. Varla batnar okkur ekkert við aldurinn 80 ára, og eigum við þá bara að fara í forgang, vegna aldurs ef við viljum. Og hvernig gat þetta þróast þá leið að ástand var betra en annars staðar. Var eftil vill fleira faglært starfsfóklk á einum stað en öðrum. Ef svo er þá ráðlegg ég miðstyringu á starfsfólki,þetta getur farið út í alvega vitleysu annars.
Meðan svona er á ekkert heimili rétt á fleira faglærðu starfsfólki en önnur heimili, nema þau séu þá einkarekin, og fólk greiddi talsvert með sér.
Skrýtið.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)